Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 19
3. HVAÐ ER MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM OG HVER ER TILGANGUR ÞESS? 3.1 Mat á umhverfisáhrifum Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við og athuga nánar hvað mat á umhverfisáhrifum er og hvaða tilgangi það þjónar. Hér verður þó ekki gerð tilraun til þess að skilgreina þetta fyrirbæri.42 Hins vegar verður tii útskýringar reynt að svara ofangreindu og verður umfjöllunin tengd lögum nr. 106/2000 eins og tilefni er til. Mat á umhverfisáhrifum vísar til úttektar og lýsingar á ætluðum eða líkleg- um áhrifum tiltekinna fyrirhugaðra stefnumarkandi áætlana, málefna eða fram- kvæmda. í lögum nr. 106/2000 er úttektin og lýsingin nefnd matsskýrsla,43 þ.e. skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir, sbr. h lið 3. gr. laganna. Einnig vísar mat á umhverfisáhrifum til þeirrar málsmeðferðar sem er viðhöfð þegar mat á umhverfisáhrifum er yfir- farið, í víðtækri merkingu þess orðs, af opinberum stofnunum, sérfræðingum og almenningi.44 Sjá nánar kafla 4.4 um málsmeðferð við þetta mat. Mat á um- hverfisáhrifum er hugsað sem undanfari og forsenda opinberrar leyfisveiting- ar og eftir atvikum undanfari ákvarðanatöku, t.d. lagasetningar, sem varðar margs konar málefni og stefnumarkandi áætlanir sem áhrif geta haft á umhverf- ið, ef þær koma til framkvæmdar. Andlag mats á umhverfisáhrifum er því einkum tvenns konar vegna þess að greint er á milli: (i) mats á umhverfisáhrifum stefnumarkandi málefna og áætlana45, sbr. t.d. tilskip- un 01/42/EB,46 og (ii) mats á umhverfisáhrifum (tiltekinna) framkvæmda, sjá t.d. gildandi lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og tilskipun 85/337/EBE, sbr. tilskipun 97/11/EB. 42 Varðandi erfiðleikana á að skilgreina mat á umhverfisáhrifum, sjá t.d. I. Carlman, bls. 15-26, og H. T. Anker, bls. 43, et seq. 43 Á ensku er skjal sem samsvarar matsskýrslu oft nefnt Environmental Impact Statement (EIS). Sjá nánar I. Carlman, t.d. bls. 9, og C. Wood, t.d. bls. 1 og 4. Hins vegar er oft vísað til Environ- mental Report þegar um er að ræða mat á umhverfisáhrifum stefnumarkandi málefna og áætlana, sbr. t.d. 2. gr. tilskipunar 01/42/EB. 44 Á ensku er algengast að vísað sé til Environmental Impact Assessment (EIA) og er þá átt við samantektina, eða matsskýrslu. og málsmeðferðina. 45 Á ensku: Programmatic and Strategic Environmental Impact Assessments (PEIA og SEA). Sjá I. Carlman, bls. 16-17, og tilskipun 01/42/EB. 46 Sögulegt dæmi um tillögu að sambærilegri lagaheimild er að finna f 2. mgr. 4. gr. frumvarps til laga um lögfestingu nokkurra meginreglna umhverfisréttar o.fl. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. frumvarpsins hljóðar svo: „Þegar undirbúin eru frumvörp til laga sem fjalla um málefni eða framkvæmdir sem hugsanlega geta gengið gegn markmiðum þessara laga skal fara fram mat á umhverfisáhrifum þeirra og það birt í sérstöku fylgiskjali með viðkomandi frumvarpi ásamt tillögum um aðgerðir til vemdar umhverfi og náttúraauðlindum eftir því sem við á. Umhverfisráðuneyti skal gefa umsögn um matið“. Alþt. 1993-1994, A-deild, þskj. 1182, bls. 5045. 167
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.