Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 19
3. HVAÐ ER MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM OG HVER ER
TILGANGUR ÞESS?
3.1 Mat á umhverfisáhrifum
Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við og athuga nánar hvað mat á
umhverfisáhrifum er og hvaða tilgangi það þjónar. Hér verður þó ekki gerð
tilraun til þess að skilgreina þetta fyrirbæri.42 Hins vegar verður tii útskýringar
reynt að svara ofangreindu og verður umfjöllunin tengd lögum nr. 106/2000
eins og tilefni er til.
Mat á umhverfisáhrifum vísar til úttektar og lýsingar á ætluðum eða líkleg-
um áhrifum tiltekinna fyrirhugaðra stefnumarkandi áætlana, málefna eða fram-
kvæmda. í lögum nr. 106/2000 er úttektin og lýsingin nefnd matsskýrsla,43 þ.e.
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi
sem henni fylgir, sbr. h lið 3. gr. laganna. Einnig vísar mat á umhverfisáhrifum
til þeirrar málsmeðferðar sem er viðhöfð þegar mat á umhverfisáhrifum er yfir-
farið, í víðtækri merkingu þess orðs, af opinberum stofnunum, sérfræðingum og
almenningi.44 Sjá nánar kafla 4.4 um málsmeðferð við þetta mat. Mat á um-
hverfisáhrifum er hugsað sem undanfari og forsenda opinberrar leyfisveiting-
ar og eftir atvikum undanfari ákvarðanatöku, t.d. lagasetningar, sem varðar
margs konar málefni og stefnumarkandi áætlanir sem áhrif geta haft á umhverf-
ið, ef þær koma til framkvæmdar.
Andlag mats á umhverfisáhrifum er því einkum tvenns konar vegna þess að
greint er á milli:
(i) mats á umhverfisáhrifum stefnumarkandi málefna og áætlana45, sbr. t.d. tilskip-
un 01/42/EB,46 og
(ii) mats á umhverfisáhrifum (tiltekinna) framkvæmda, sjá t.d. gildandi lög nr.
106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og tilskipun 85/337/EBE, sbr. tilskipun
97/11/EB.
42 Varðandi erfiðleikana á að skilgreina mat á umhverfisáhrifum, sjá t.d. I. Carlman, bls. 15-26,
og H. T. Anker, bls. 43, et seq.
43 Á ensku er skjal sem samsvarar matsskýrslu oft nefnt Environmental Impact Statement (EIS).
Sjá nánar I. Carlman, t.d. bls. 9, og C. Wood, t.d. bls. 1 og 4. Hins vegar er oft vísað til Environ-
mental Report þegar um er að ræða mat á umhverfisáhrifum stefnumarkandi málefna og áætlana,
sbr. t.d. 2. gr. tilskipunar 01/42/EB.
44 Á ensku er algengast að vísað sé til Environmental Impact Assessment (EIA) og er þá átt við
samantektina, eða matsskýrslu. og málsmeðferðina.
45 Á ensku: Programmatic and Strategic Environmental Impact Assessments (PEIA og SEA). Sjá
I. Carlman, bls. 16-17, og tilskipun 01/42/EB.
46 Sögulegt dæmi um tillögu að sambærilegri lagaheimild er að finna f 2. mgr. 4. gr. frumvarps til
laga um lögfestingu nokkurra meginreglna umhverfisréttar o.fl. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. frumvarpsins
hljóðar svo: „Þegar undirbúin eru frumvörp til laga sem fjalla um málefni eða framkvæmdir sem
hugsanlega geta gengið gegn markmiðum þessara laga skal fara fram mat á umhverfisáhrifum
þeirra og það birt í sérstöku fylgiskjali með viðkomandi frumvarpi ásamt tillögum um aðgerðir til
vemdar umhverfi og náttúraauðlindum eftir því sem við á. Umhverfisráðuneyti skal gefa umsögn
um matið“. Alþt. 1993-1994, A-deild, þskj. 1182, bls. 5045.
167