Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 20
Það sem (i) og (ii) eiga sameiginlegt er m.a. að matið skal liggja fyrir áður en viðkomandi málefni eða áætlun er samþykkt, eða eftir atvikum hafnað, eða ákvörðun er tekin um að ráðast í tilteknar framkvæmdir, eða eftir atvikum að ráðast ekki í þær. Talið er að í báðum tilvikum megi beita að mestu leyti sömu aðferðafræði og meginreglum við matið sjálft og að einhverju leyti málsmeð- ferðarreglunum.47 Það sem skilur á milli er helst að mati á umhverfisáhrifum stefnumarkandi málefna eða áætlana er ekki beint að tilteknum framkvæmdar- aðila og sjaldan að tilteknum framkvæmdum.48 Innihald mats á umhverfisáhrifum (eða matsskýrslu) er, og á að vera, hlut- læg lýsing á ætluðum eða líklegum umhverfísáhrifum tiltekinna málefna, áætl- ana eða framkvæmda og geta verið löglíkur á því að viðkomandi áætlanir eða framkvæmdir hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sjá nánar t.d. 9. gr. laga nr. 106/2000.49 Enn fremur skal þar koma fram hvort og hvemig mögulegt er að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir þessi áhrif, m.a. með því að beita svokölluðum mótvægisaðgerðum. Það leiðir af hlutarins eðli að reglur um mat á efni matsskýrslu er að óverulegu leyti mögulegt að binda í lög þótt unnt sé að lögfesta þau meginatriði sem fjalla á um í slíkum skýrslum, sbr. t.d. 9. gr. laga nr. 106/2000. Hins vegar er nauðsynlegt að lögfesta þær meginreglur sem gilda eiga um málsmeðferðina, sbr. lög nr. 106/2000, einkum og sér í lagi ef vikið er frá almennum reglum. Efnisreglur umhverfis- og náttúruverndar eiga þó ekki heima í lögum um mat á umhverfisáhrifum. 3.2 Tilgangur mats á umhverfisáhrifum Tilgangur mats á umhverfisáhrifum er í stórum dráttum þríþættur. í fyrsta lagi að tryggja upplýsta ákvarðanatöku. Með öðrum orðum að tryggja að við- komandi leyfisveitandi eða aðrir sem taka ákvarðanir um að aðhafast eða aðhaf- ast ekki séu eins vel upplýstir og mögulegt er um áhrif og afleiðingar viðkom- andi framkvæmdar í hverju tilviki fyrir sig og hafi jafnframt upplýsingar um þær mótvægisaðgerðir sem mögulegar eru.50 Svo að um upplýsta ákvarðana- töku sé að ræða er grundvallaratriði að mat á umhverfisáhrifum liggi fyrir áð- ur en ákvörðun er tekin, eða leyfi veitt, og að niðurstaða mats á umhverfisáhrif- um sé grundvallarþáttur ákvarðanatöku eða eftir atvikum leyfisveitingar. Að öðrum kosti nær mat á umhverfisáhrifum ekki þessum tilgangi sínum. I öðru lagi er tilgangur mats á umhverfisáhrifum að tryggja tiltekna yfir- 47 I. Carlman, einkum bls. 27-34 og 84-88. Þetta atriði er umdeilt þótt ekki verði nánar að því vik- ið hér. Rétt er að geta þess að í tilskipun 01/42/EB eru einungis almennar reglur um málsmeð- ferðina. 48 Sjá nánar tilskipun 01/42/EB. 49 Athyglisvert er að bera saman 9. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 671/2000 við leiðbeiningar Umhveifisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sbr. kafla 2.3, og þær kröfur sem gerðar eru í Bandaríkjunum, sjá nánar kafla 2.1. 50 Sjá t.d. H. T. Anker. bls. 43, et seq. 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.