Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 20
Það sem (i) og (ii) eiga sameiginlegt er m.a. að matið skal liggja fyrir áður
en viðkomandi málefni eða áætlun er samþykkt, eða eftir atvikum hafnað, eða
ákvörðun er tekin um að ráðast í tilteknar framkvæmdir, eða eftir atvikum að
ráðast ekki í þær. Talið er að í báðum tilvikum megi beita að mestu leyti sömu
aðferðafræði og meginreglum við matið sjálft og að einhverju leyti málsmeð-
ferðarreglunum.47 Það sem skilur á milli er helst að mati á umhverfisáhrifum
stefnumarkandi málefna eða áætlana er ekki beint að tilteknum framkvæmdar-
aðila og sjaldan að tilteknum framkvæmdum.48
Innihald mats á umhverfisáhrifum (eða matsskýrslu) er, og á að vera, hlut-
læg lýsing á ætluðum eða líklegum umhverfísáhrifum tiltekinna málefna, áætl-
ana eða framkvæmda og geta verið löglíkur á því að viðkomandi áætlanir eða
framkvæmdir hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sjá nánar t.d. 9. gr.
laga nr. 106/2000.49 Enn fremur skal þar koma fram hvort og hvemig mögulegt
er að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir þessi áhrif, m.a. með því að beita
svokölluðum mótvægisaðgerðum. Það leiðir af hlutarins eðli að reglur um mat
á efni matsskýrslu er að óverulegu leyti mögulegt að binda í lög þótt unnt sé að
lögfesta þau meginatriði sem fjalla á um í slíkum skýrslum, sbr. t.d. 9. gr. laga
nr. 106/2000. Hins vegar er nauðsynlegt að lögfesta þær meginreglur sem gilda
eiga um málsmeðferðina, sbr. lög nr. 106/2000, einkum og sér í lagi ef vikið er
frá almennum reglum. Efnisreglur umhverfis- og náttúruverndar eiga þó ekki
heima í lögum um mat á umhverfisáhrifum.
3.2 Tilgangur mats á umhverfisáhrifum
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum er í stórum dráttum þríþættur. í fyrsta
lagi að tryggja upplýsta ákvarðanatöku. Með öðrum orðum að tryggja að við-
komandi leyfisveitandi eða aðrir sem taka ákvarðanir um að aðhafast eða aðhaf-
ast ekki séu eins vel upplýstir og mögulegt er um áhrif og afleiðingar viðkom-
andi framkvæmdar í hverju tilviki fyrir sig og hafi jafnframt upplýsingar um
þær mótvægisaðgerðir sem mögulegar eru.50 Svo að um upplýsta ákvarðana-
töku sé að ræða er grundvallaratriði að mat á umhverfisáhrifum liggi fyrir áð-
ur en ákvörðun er tekin, eða leyfi veitt, og að niðurstaða mats á umhverfisáhrif-
um sé grundvallarþáttur ákvarðanatöku eða eftir atvikum leyfisveitingar. Að
öðrum kosti nær mat á umhverfisáhrifum ekki þessum tilgangi sínum.
I öðru lagi er tilgangur mats á umhverfisáhrifum að tryggja tiltekna yfir-
47 I. Carlman, einkum bls. 27-34 og 84-88. Þetta atriði er umdeilt þótt ekki verði nánar að því vik-
ið hér. Rétt er að geta þess að í tilskipun 01/42/EB eru einungis almennar reglur um málsmeð-
ferðina.
48 Sjá nánar tilskipun 01/42/EB.
49 Athyglisvert er að bera saman 9. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 671/2000 við
leiðbeiningar Umhveifisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sbr. kafla 2.3, og þær kröfur sem gerðar
eru í Bandaríkjunum, sjá nánar kafla 2.1.
50 Sjá t.d. H. T. Anker. bls. 43, et seq.
168