Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 25
4.3 Matsskyldar framkvæmdir
Mat á umhverfisáhrifum er í fyrsta lagi (1) gert vegna lögbundinnar skyldu í
samræmi við 5. gr. laga nr. 106/2000 og er matsskyldra framkvæmda getið í 1.
viðauka (skyldulisti) með lögunum. Efni 1. viðauka er í öllum aðalatriðum það
sama og efni viðauka I með tilskipun 97/11/EB. Þó hafa stærðarmörk verið
færð niður í nokkrum tilvikum og listinn að einhverju leyti aðlagaður íslenskum
aðstæðum. Það sem þessar framkvæmdir eiga sameiginlegt er að löglíkur eru á
að þær hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. I athugasemdum með
frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum segir m.a. „Almennt hefur fram-
kvæmd laganna [hér er átt við lög nr. 63/1993] gengið nokkuð vel fyrir sig og
flestir ef ekki allir orðið sammála um nauðsyn þess að meta umhverfisáhrif
framkvæmda þar sem hætta er á óbætanlegu tjóni eða verulegum skaða á um-
hverfinu“.62 Sjá einnig athugasemdir við 5. mgr. 11. gr. frumvarpsins.63
í öðru lagi (2) er mat á umhverfisáhrifum gert í samræmi við 6. gr. laganna
og eru þetta tilkynningarskyldar framkvæmdir. Hér falla undir framkvæmdir
sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér um-
talsverð umhverfisáhrif og er þessara framkvæmda getið í 2. viðauka með lög-
unum. Þessi viðauki samsvarar að mestu leyti viðauka II með tilskipun
97/11/EB.
í þriðja lagi (3) er mat á umhverfisáhrifum gert í samræmi við 7. gr. laganna.
Falla hér undir framkvæmdir sem hugsanlega eru matsskyldar vegna þess að
sýnt þykir að þær geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skal
þeirra getið í reglugerð. Þessi heimild á einnig við um framkvæmdir í samræmi
við alþjóðasamninga sem Island er aðili að. I eldri lögum um mat á umhverfis-
áhrifum voru sambærileg ákvæði.64
Eðli málsins samkvæmt er rétt að líta svo á að ofangreindar framkvæmdir
hafi alltaf (1), eða geti haft, (2) og (3), í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif
ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða og fyrirbyggjandi aðgerða.65 Að mót-
62 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3493.
63 Ibid.. bls. 3503. 5. mgr. 11. gr. varð 4. mgr. 11. gr. gildandi laga.
64 I fyrsta lagi (A) var samkvæmt 1. mgr. 5. gr. eldri laga lögbundin skylda til að meta umhverfis-
áhrif þeirra framkvæmda sem þar voru taldar upp (skyldulisti) og einnig þeirra sem getið var í fylgi-
skjali með lögunum (skyldulisti), sbr. 2. mgr. 5. gr., og samsvarar þetta að mestu leyti (1) hér að
ofan. Þó skal hafa í huga að innihald skyldulistanna hefur sætt nokkrum breytingum. I öðru lagi (B)
var heimilt að ákveða að aðrar framkvæmdir skyldu háðar mati á umhverfisáhrifum í samræmi við
aðild íslands að alþjóðasamningum og skyldi þeirra getið í reglugerð í samræmi við 3. mgr. 5. gr.
laganna, sbr. og 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994 um mat á umhverfisáhrifum og viðauka II með
reglugerðinni. Þessi heimild er sambærileg við tilkynningarskyldar framkvæmdir í (2). í þriðja lagi
(C) var heimilt að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir sem kynnu að hafa í för með
sér umtalsverð umhvetfisáhrif skyldu háðar mati í samræmi við ákvörðun umhverfisráðherra, sbr.
6. gr. eldri laga. Þessi heimild er svipuð heimildinni í (3) en frábrugðin að því leyti að samkvæmt
þessari heimild var ekki gefin út reglugerð.
65 Sjá einnig aðfararorð tilskipunar 85/337/EBE þar sem gerður er greinarmunur á framkvæmdum
sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfið og framkvæmdum sem geta haft umtalsverð umhverfisáhrif,
sbr. og aðfararorð tilskipunar 97/11/EB varðandi sama greinarmun.
173