Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 25
4.3 Matsskyldar framkvæmdir Mat á umhverfisáhrifum er í fyrsta lagi (1) gert vegna lögbundinnar skyldu í samræmi við 5. gr. laga nr. 106/2000 og er matsskyldra framkvæmda getið í 1. viðauka (skyldulisti) með lögunum. Efni 1. viðauka er í öllum aðalatriðum það sama og efni viðauka I með tilskipun 97/11/EB. Þó hafa stærðarmörk verið færð niður í nokkrum tilvikum og listinn að einhverju leyti aðlagaður íslenskum aðstæðum. Það sem þessar framkvæmdir eiga sameiginlegt er að löglíkur eru á að þær hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. I athugasemdum með frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum segir m.a. „Almennt hefur fram- kvæmd laganna [hér er átt við lög nr. 63/1993] gengið nokkuð vel fyrir sig og flestir ef ekki allir orðið sammála um nauðsyn þess að meta umhverfisáhrif framkvæmda þar sem hætta er á óbætanlegu tjóni eða verulegum skaða á um- hverfinu“.62 Sjá einnig athugasemdir við 5. mgr. 11. gr. frumvarpsins.63 í öðru lagi (2) er mat á umhverfisáhrifum gert í samræmi við 6. gr. laganna og eru þetta tilkynningarskyldar framkvæmdir. Hér falla undir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og er þessara framkvæmda getið í 2. viðauka með lög- unum. Þessi viðauki samsvarar að mestu leyti viðauka II með tilskipun 97/11/EB. í þriðja lagi (3) er mat á umhverfisáhrifum gert í samræmi við 7. gr. laganna. Falla hér undir framkvæmdir sem hugsanlega eru matsskyldar vegna þess að sýnt þykir að þær geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skal þeirra getið í reglugerð. Þessi heimild á einnig við um framkvæmdir í samræmi við alþjóðasamninga sem Island er aðili að. I eldri lögum um mat á umhverfis- áhrifum voru sambærileg ákvæði.64 Eðli málsins samkvæmt er rétt að líta svo á að ofangreindar framkvæmdir hafi alltaf (1), eða geti haft, (2) og (3), í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða og fyrirbyggjandi aðgerða.65 Að mót- 62 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3493. 63 Ibid.. bls. 3503. 5. mgr. 11. gr. varð 4. mgr. 11. gr. gildandi laga. 64 I fyrsta lagi (A) var samkvæmt 1. mgr. 5. gr. eldri laga lögbundin skylda til að meta umhverfis- áhrif þeirra framkvæmda sem þar voru taldar upp (skyldulisti) og einnig þeirra sem getið var í fylgi- skjali með lögunum (skyldulisti), sbr. 2. mgr. 5. gr., og samsvarar þetta að mestu leyti (1) hér að ofan. Þó skal hafa í huga að innihald skyldulistanna hefur sætt nokkrum breytingum. I öðru lagi (B) var heimilt að ákveða að aðrar framkvæmdir skyldu háðar mati á umhverfisáhrifum í samræmi við aðild íslands að alþjóðasamningum og skyldi þeirra getið í reglugerð í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laganna, sbr. og 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994 um mat á umhverfisáhrifum og viðauka II með reglugerðinni. Þessi heimild er sambærileg við tilkynningarskyldar framkvæmdir í (2). í þriðja lagi (C) var heimilt að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir sem kynnu að hafa í för með sér umtalsverð umhvetfisáhrif skyldu háðar mati í samræmi við ákvörðun umhverfisráðherra, sbr. 6. gr. eldri laga. Þessi heimild er svipuð heimildinni í (3) en frábrugðin að því leyti að samkvæmt þessari heimild var ekki gefin út reglugerð. 65 Sjá einnig aðfararorð tilskipunar 85/337/EBE þar sem gerður er greinarmunur á framkvæmdum sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfið og framkvæmdum sem geta haft umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. og aðfararorð tilskipunar 97/11/EB varðandi sama greinarmun. 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.