Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 26
vægisaðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir eru mögulegar og áætlað sé eða skylt samkvæmt lögum að grípa til þeirra þarf þó ekki að hafa það í för með sér að þessar framkvæmdir hafi ekki áfram í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í einhverjum tilvikum. Verður nánar vikið að þessu í 8. kafla. 4.4 Málsmeðferð við mat á umhverfísáhrifum Skipta má málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 í fimm þætti og verður hér í stórum dráttum gerð grein fyrir helstu atriðum þeirra: 1. Formleg málsmeðferð hefst á því að framkvæmdaraðili leggur fram tillögu að matsáætlun til umfjöllunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laganna og 13. gr. reglugerðar nr. 671/2000. Jafnframt kynnir hann tillög- una umsagnaraðilum og almenningi. I tillögu að matsáætlun skulu m.a. koma fram upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd, líkleg umhverfisáhrif hennar og afstaða þeirra sem liafa tjáð sig um áætlunina o.fl. (a) Fallist Skipulagsstofnun á tillögu að matsáætlun er tekin ákvörðun um það samkvæmt 2. og 3. mgr. 8. gr. laganna og þá getur málið haldið áfram og skal tillagan kynnt leyfisveitendum og öðrum umsagnaraðilum. (b) Fallist stofnunin ekki á tillögu að matsáætlun er tekin sérstök ákvörðun þar að lútandi sem skjóta má til úrskurðar umhverfisráðherra samkvæmt 1. mgr. 12. gr. laganna. 2. I samræmi við tillögu að matsáætlun gerir framkvæmdaraðili matsskýrslu sem sætir athugun Skipulagsstofnunar samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna. Stofnunin athugar einkum hvort skýrslan uppfyllir kröfur þær sem gerðar eru í 9. gr. laganna og 18. gr. reglugerðarinnar. Hin fyrirhugaða framkvæmd og matsskýrsla er auglýst og kynnt opinberlega og er öllum heimilt að gera athugasemdir. Jafnframt leitar Skipulagsstofnun umsagna væntanlegra leyf- isveitenda og annarra umsagnaraðila á efni hennar, sjá nánar 2.-5. mgr. 10. gr. laganna og 20.-23. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. 3. Málinu lýkur á lægra stjórnsýslustigi með úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. og 2. mgr. 11. gr. laganna. I úrskurði stofnunarinnar samkvæmt 2. mgr. 11. gr. skal taka ákvörðun um hvort: (a) fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, eða (b) lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfis- áhrifa. 4. Heimilt er að skjóta úrskurði Skipulagsstofnunar til æðra stjórnvalds, þ.e. til umhverfisráðherra, og er öllum heimilt að kæra. Að lokinni endurskoðun gengur úrskurður umhverfisráðherra í samræmi við 3. mgr. 12. gr. og ákvæði stjómsýslulaga. I úrskurðinum staðfestir ráðherra úrskurð Skipu- lagsstofnunar með eða án breytinga eða fellir hann úr gildi að hluta eða öllu leyti. 174
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.