Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 31
starfsemin sé óarðbær nema að tiltekinni stærð eða umfangi og að arðbær stærð muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. í öðru lagi þarf e.t.v. enn frekar en gert hefur verið að laga skyldulistann að íslenskum aðstæðum og setja á hann framkvæmdir og starfsemi sem er einkennandi fyrir þær. í þriðja lagi getur einnig verið að orðalag 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 11. gr. eldri laga um mat á umhverfisáhrifum, svo og orðalag 2. mgr. 11. gr. núgildandi laga og túlkun þessara ákvæða, geri það að verkum að fallist sé á framkvæmdir þótt þær hafi í raun umtalsverð umhverfisáhrif. Loks, í fjórða lagi, getur verið að umfangs- miklar framkvæmdir hafi sjaldan eða aldrei umtalsverð umhverfisáhrif hér á landi eftir því sem á hefur reynt til þessa. Hvað hina tvo flokkana varðar, (2) og (3), eiga að mörgu leyti við önnur stjónarmið þar sem ekki er gengið út frá því sem gefnu að umhverfisáhrif þeirra séu umtalsverð og samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir að format75 fari fram að teknu tilliti til ákveðinna viðmiða sem eru í 3. viðauka með gildandi lögum, sjá nánar 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. nýju laganna. Hins vegar er óljóst hvernig nota á þessi viðmið. í lögunum sjálfum, viðaukanum og í þingskjölum er ekki að finna neinar upplýsingar um forgangsröð viðmiðanna eða vægi þeirra innbyrðis.76 Ekki má þó líta fram hjá þeirri staðreynd að í úrskurðum Skipu- lagsstofnunar og umhverfisráðuneytis eru mikilvægar upplýsingar um for- gangsröð þeirra sjónarmiða sem byggt er á. En umfjöllun um þau er ekki við- fangsefni þessarar greinar.77 6.2 íþyngjandi skylda I dómi Hæstaréttar frá 13. apríl 2000, Stjömugrísmálinu fyrra, komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu að ákvæði 6. gr. þágildandi laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum stríddi gegn 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar þar sem heim- ildin í tilvitnuðu ákvæði fæli í sér víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins og hún væri einungis takmörkuð af almennri markmiðslýsingu 1. gr. laganna.78 Þessi niðurstaða Hæstaréttar hefur verið gagnrýnd af Páli Hreinssyni, m.a. á þeim forsendum að fullyrðing meirihluta 75 Hér nota ég hugtakið format og hef ég þá í huga enska orðið screening. Sjá t.d. C. Wood, bls. 38. 76 Sjá frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3509, nefndarálit umhverfísnefndar, þskj. 1280, bls. 5647, og breytingartillögur við frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, þskj. 1281, bls. 5651. 77 í eldri lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfísáhrifum voru sambærileg ákvæði, þ.e. (A), mat skyldi fara fram í samræmi við skyldulista, sbr. 1. og 2. mgr. 5. gr., og löglíkur voru á því að þessar framkvæmdir hefðu í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, (B) mat á umhverfisáhrifum skyldi fara fram í samræmi við ákvæði 3. mgr. 5. gr. laganna og 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994, sbr. og viðauka II með reglugerðinni, og loks (C), mat á umhverfisáhrifum skyldi gert samkvæmt 6. gr. eldri laga í samræmi við ákvörðun umhverfisráðherra. 78 Einn dómari var á öndverðri skoðun og skilaði sératkvæði. I því kom m.a. fram að skýra bæri 6. gr. m.t.t. tilgangs laganna. Sjá einnig niðurstöðu héraðsdóms. 179
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.