Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 33
í framvarpi til laga um umhverfismat sem varð að lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum voru ekki sambærileg ákvæði. Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. þess frumvarps var gert ráð fyrir því að skipulagsstjóri tæki ákvörðun um tilkynningu framkvæmdaraðila, þ.e.a.s. efni hennar, og hvort ákvæðum laganna hefði verið fullnægt eða hvort þörf væri á ítarlegri gögnum. Þessari ákvörðun var síðan hægt að skjóta til æðra stjórnvalds, þ.e. til umhverfisráðherra, sam- kvæmt 15. gr. frumvarpsins. I þeim tilvikum sem framkvæmdaraðili sá sjálfur um gerð og framkvæmd umhverfismats í samræmi við 11. gr. frumvarpsins var einnig gert ráð fyrir því að skipulagsstjóri tæki ákvörðun um hvort hann teldi niðurstöður framkvæmdaraðila fullnægjandi og í þeim tilvikum sem matið upp- fyllti ekki kröfur laganna eða frekari upplýsinga var þörf gat skipulagsstjóri krafist þess að framkvæmdaraðili aflaði frekari upplýsinga eða gagna í sam- ræmi við 3. og 4. mgr. 11. gr. framvarpsins. Þessari ákvörðun var einnig hægt að skjóta til umhverfisráðherra í samræmi við 15. gr. frumvarpsins.81 Hins veg- ar var ekki gert ráð fyrir því að skipulagsstjóri féllist á framkvæmd eða eftir atvikum legðist gegn framkvæmd og var hlutverk hans takmarkað við það að leggja mat á efni tilkynningar eða eftir atvikum matsskýrslu. Frumvarpinu var breytt í meðföram umhverfisnefndar Alþingis. í breytingar- tillögu nefndarinnar segir svo: Efni hinnar nýju 8. gr. byggir á því sem að framan er sagt. í 3. mgr. 10. gr. og 11. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að upplýsingar, er framkvæmdaraðili veitir, geti upp- fyllt skilyrði frumvarpsins um mat á umhverfisáhrifum þannig að ekki sé þörf frekara mats. Lagt er til að í greininni verði kveðið á um að innan átta vikna frá því að skipu- lagsstjóri hefur birt tilkynningu framkvæmdaraðila taki hann ákvörðun um hvort fall- ist er á viðkomandi framkvæmd eða gerð krafa um frekara mat á umhverfisáhrifum. Síðan segir um breytingarnar sem varða 1. mgr. 11. gr.: í hinni nýju 11. gr. er kveðið á um að skipulagsstjóri kveði upp úrskurð á grundvelli fyrirliggjandi gagna ... Með þessu ákvæði er þannig kveðið skýrar en í frumvarpinu á um úrskurðarvald skipulagsstjóra. I úrskurði skipulagsstjóra getur falist að fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, að krafa er gerð um frekari könnun einstakra þátta eða lagst er gegn viðkomandi framkvæmd.82 Að mínu áliti er grandvallarmunur á því að leggja mat á efni tilkynningar eða matsskýrslu og hins vegar að leggja mat á efni matsskýrslu og taka ákvörðun um hvort fallist er á eða eftir atvikum lagst er gegn framkvæmd eftir því hvort umhverfisáhrif hennar eru talin umtalsverð eða ekki. í gildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum er ekki gert ráð fyrir frammati þannig að þar er ekki að finna ákvæði samsvarandi 1. mgr. 8. gr. eldri laga. Hins vegar segir í 2. mgr. 11. gr. núgildandi laga: 81 Sjá frumvarp til laga um umhverfismat, Alþt. 1992, A-deild, þskj. 87, bls. 983-994. 82 Ibid., nefndarálit, þskj. 1139, bls. 5742. 181
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.