Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 35
Þetta á við þegar upplýsingar í tilkynningu um framkvæmd og fylgigögnum teljast
fullnægjandi og ljóst er að framkvæmd hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif, óæski-
leg umhverfisáhrif megi fyrirbyggja með mótvægisaðgerðum eða þau séu ásættanleg
vegna þess ávinnings sem af framkvæmd hlýst.
Ef b liður 1. mgr. 8. gr. var talinn eiga við (ráðist skal í frekara mat á um-
hverfisáhrifum) sagði í 3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar:
Þetta á við þegar upplýsingar sem fram komu í tilkynningu um framkvæmd og fylgi-
gögnum teljast ekki nægar, eða ljóst er að kanna þarf frekar ákveðna þætti fram-
kvæmdar eða starfsemi, sem haft getur í för með sér óæskileg umhverfisáhrif.
Þegar um frekara mat var að ræða og a liður 1. mgr. 11. gr. átti við (fallist er
á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða) sagði til skýringar í 2. mgr. 18.
gr. reglugerðarinnar:
Þetta á við þegar ljóst er að framkvæmd hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif,
óæskileg umhverfisáhrif megi fyrirbyggja með mótvægisaðgerðum, eða þau séu
ásættanleg vegna ávinnings sem af framkvæmd hlýst.
Ef b liður átti við (krafa er gerð um frekari könnun einstakra þátta) sagði í
sömu reglugerðargrein:
Þetta á við þegar niðurstöður frekara mats teljast ekki fullnægjandi, eða ljóst er að
kanna þarf frekar ákveðna þætti framkvæmdar eða starfsemi sem haft getur í för með
sér óæskileg umhverfisáhrif, eða framkvæmdaraðili hefur ekki skilað inn gögnum
sem beðið var um í frekara mati á umhverfisáhrifum.
Og loks, ef c liður átti við (lagst er gegn viðkomandi framkvæmd):
Þetta á við þegar ljóst þykir að framkvæmdin muni hafa umtalsverð óæskileg áhrif
sem ekki verði komist fyrir með fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og ávinningur
nægi ekki til að vega á móti þeim.
í reglugerð nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum sem leysti af hólmi þá
fyrrnefndu eru ekki sambærileg ákvæði eins og nefnt hefur verið.
Þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpi til laga um umhverfismat þegar
það var til meðferðar hjá Alþingi 1993 eru afdrifaríkar. Með þeim varð til bein
tenging á milli niðurstöðu hins eiginlega mats á umhverfisáhrifum og þess
hvort fallist er á eða lagst er gegn viðkomandi framkvæmd. Þessi skipan mála
er óbreytt í gildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum. Enginn vafi er á að
eldri lög voru skýrð á þann veg að væri fyrirhuguð framkvæmd talin hafa í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif var þar með ekki hægt að fallast á hana í
skilningi laganna, sbr. nánar b lið 1. mgr. 8. gr., b og c liði 1. mgr. 11. gr. eldri
183