Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 35
Þetta á við þegar upplýsingar í tilkynningu um framkvæmd og fylgigögnum teljast fullnægjandi og ljóst er að framkvæmd hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif, óæski- leg umhverfisáhrif megi fyrirbyggja með mótvægisaðgerðum eða þau séu ásættanleg vegna þess ávinnings sem af framkvæmd hlýst. Ef b liður 1. mgr. 8. gr. var talinn eiga við (ráðist skal í frekara mat á um- hverfisáhrifum) sagði í 3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar: Þetta á við þegar upplýsingar sem fram komu í tilkynningu um framkvæmd og fylgi- gögnum teljast ekki nægar, eða ljóst er að kanna þarf frekar ákveðna þætti fram- kvæmdar eða starfsemi, sem haft getur í för með sér óæskileg umhverfisáhrif. Þegar um frekara mat var að ræða og a liður 1. mgr. 11. gr. átti við (fallist er á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða) sagði til skýringar í 2. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar: Þetta á við þegar ljóst er að framkvæmd hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif, óæskileg umhverfisáhrif megi fyrirbyggja með mótvægisaðgerðum, eða þau séu ásættanleg vegna ávinnings sem af framkvæmd hlýst. Ef b liður átti við (krafa er gerð um frekari könnun einstakra þátta) sagði í sömu reglugerðargrein: Þetta á við þegar niðurstöður frekara mats teljast ekki fullnægjandi, eða ljóst er að kanna þarf frekar ákveðna þætti framkvæmdar eða starfsemi sem haft getur í för með sér óæskileg umhverfisáhrif, eða framkvæmdaraðili hefur ekki skilað inn gögnum sem beðið var um í frekara mati á umhverfisáhrifum. Og loks, ef c liður átti við (lagst er gegn viðkomandi framkvæmd): Þetta á við þegar ljóst þykir að framkvæmdin muni hafa umtalsverð óæskileg áhrif sem ekki verði komist fyrir með fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og ávinningur nægi ekki til að vega á móti þeim. í reglugerð nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum sem leysti af hólmi þá fyrrnefndu eru ekki sambærileg ákvæði eins og nefnt hefur verið. Þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpi til laga um umhverfismat þegar það var til meðferðar hjá Alþingi 1993 eru afdrifaríkar. Með þeim varð til bein tenging á milli niðurstöðu hins eiginlega mats á umhverfisáhrifum og þess hvort fallist er á eða lagst er gegn viðkomandi framkvæmd. Þessi skipan mála er óbreytt í gildandi lögum um mat á umhverfisáhrifum. Enginn vafi er á að eldri lög voru skýrð á þann veg að væri fyrirhuguð framkvæmd talin hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif var þar með ekki hægt að fallast á hana í skilningi laganna, sbr. nánar b lið 1. mgr. 8. gr., b og c liði 1. mgr. 11. gr. eldri 183
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.