Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 37
kvæmda og 17. gr. þeirra um eftirlit,89 í athugasemdum við frumvarpið sem
varð að gildandi lögum90 og í fjölmörgum úrskurðum sem gengið hafa.
I framhaldi af því sem fjallað var um í kafla 7.1 er rétt að skoða tengslin á
milli 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 11. gr. eldri laga annars vegarog hins vegar 1. og
13. gr. sömu laga. Eins og komið var að í kafla 7.1 var frumvarpi því er varð að
lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum breytt í meðförum Alþingis og
ákvæðin um úrskurðarvald skipulagsstjóra gerð skýrari að mati löggjafans. Hér
er átt við 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 11. gr. laganna. Markmiði laganna samkvæmt
1. gr. var breytt óverulega og var grundvallaratriðið um að mat á umhverfis-
áhrifum væri undanfari ákvörðunar samþykkt óbreytt.91 Hins vegar var ákvæði
13. gr. (14. gr. frumvarpsins) samþykkt eins og það var orðað í frumvarpinu. En
hafa verður í huga að orðalag þess var í samræmi við þá skipan sem upphaflega
var gert ráð fyrir, þ.e. að skipulagsstjóri tæki einungis ákvörðun um efni til-
kynningar framkvæmdaraðila og eftir atvikum um efni matsskýrslu. í frum-
varpinu segir í athugasemd við 14. gr.: „Svo að markmiðum þeim er koma fram
í 1. gr. frumvarps þessa verði náð er kveðið svo á um í 14. gr. að leyfisveitanda
beri að taka mið af upplýsingum þeim sem umhverfismat er grundvallað á og
niðurstöðu þess. Er ákvæði þetta í samræmi við 8. gr. tilskipunar 85/337/
EBE“.92 í 8. gr. tilskipunar 85/337/EBE segir: „Þegar tekin er afstaða til þess
hvort heimila eigi framkvæmdir ber að taka mið af upplýsingum þeim sem
safnað er samkvæmt 5., 6. og 7. gr.“93 og er hér átt við þær upplýsingar sem geta
á í matsskýrslu.94 Segja má að með breytingunum sem gerðar voru á frumvarp-
inu sem varð að lögum nr. 63/1993 hafi myndast ákveðin mótsögn í lögunum
sem fólst í því að markmið þeirra var að tryggja að mat á umhverfisáhrifum
væri undanfari leyfis til framkvæmda og átti leyfisveitandi að taka fullt tillit til
þeirra upplýsinga sem matið grundvallaðist á. Jafnframt þessu var skipulags-
stjóra, sem að sjálfsögðu er aldrei leyfisveitandi, falið að taka ákvörðun um
hvort fallast bæri á framkvæmdina eða ekki í samræmi við umfang umhverfis-
áhrifanna. Með þeim breytingum sem þannig voru gerðar á hlutverki skipulags-
stjóra varð einnig til réttaróvissa þar sem ekki var að fullu ljóst hvort leyfis-
veitandi væri bundinn af úrskurði skipulagsstjóra eða hvaða heimildir leyfis-
veitandi hefði í samræmi við þau lög sem leyfi hans væru byggð á.
89 Sjá einnig sératkvæði í Stjörnugrísmálinu fyrra.
90 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3504.
91 Alþt. 1992-1993, A-deild, þskj. 87, bls. 983, svo og þskj. 1139, bls. 5739, og þskj. 1140, bls.
5745.
92 Ibid., þskj. 87, bls. 995.
93 Á ensku hljóðar 8. gr. tilskipunarinnar svo: „Information gathered pursuant to Articles 5, 6 and
7 must be taken into consideration in the development consent procedure".
94 Við þetta er bætt að þótt 8. gr. tilskipunar 85/337/EBE hafi nú verið breytt, sbr. 10. lið 1. gr. til-
skipunar 97/11/EB, er ákvæðið efnislega óbreytt hvað varðar það atriði sem hér er til skoðunar. f 10.
lið 1. gr. tilskipunar97/ll/EB segir: „The results of consultations and the information gathered pursu-
ant to Articles 5, 6 and 7 must be taken into consideration in the development consent procedure".
185