Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 43
neikvæðu umhverfisáhrifum. Mótvægisaðgerðir felast í aðgerðum sem ekki eru
nauðsynlegur þáttur framkvæmdar, en gripið er til á hönnunartíma, framkvæmdatíma
eða að loknum framkvæmdum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta
fyrir neikvæð umhverfisáhrif sem framkvæmd kann að hafa í för með sér. Hverjar
viðeigandi mótvægisaðgerðir eru hverju sinni fer eftir eðli framkvæmdar, umhverf-
isáhrifum hennar og aðstæðum í hverju tilviki.
Samkvæmt þessu virðist ekki vera átt við varanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir
sem tengjast tilteknum rekstri, t.d. notkun tiltekinna mengunarvama. Þó eru
upplýsingar í úrskurðum Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytisins og
hugtakanotkun misvísandi hvað þetta varðar.
Ef skilgreining 3. gr. laganna á mótvægisaðgerðum er skoðuð þá er líklegt að
bæði sé átt við margskonar fyrirbyggjandi aðgerðir og aðgerðir sem hafa al-
mennt séð bætandi áhrif á umhverfið en tengjast ekki beint þeirri framkvæmd
sem um ræðir.106 Þær fyrmefndu geta byggst beint eða óbeint á lögum og koma
raunverulega í veg fyrir eða draga úr umhverfisáhrifum viðkomandi fram-
kvæmdar. Dæmi um slrkar aðgerðir er t.d. að finna í ÚS 3/94 þar sem sett var
skilyrði um mótvægisaðgerð sem fólst í því að halda framkvæmdum í lágmarki
á tilteknu tímabili m.t.t. arnarsetra. Einnig má nefna mótvægisaðgerðir sem
varða verklag eða hönnun sem dregur úr umhverfisáhrifum, t.d. ÚS 15/00 og
hönnun hljóðveggja. Loks má nefna ÚS 8/01 og t.d. aðgerðir til styrktar gróðri
til þess að draga úr mögulegu jarðvegsrofi vegna fyrirhugaðs Hálslóns.
Síðamefndu aðgerðirnar draga ekki úr umhverfisáhrifum viðkomandi fram-
kvæmdar en bæta ástand umhverfisins almennt séð. Þessar mótvægisaðgerðir
minna á skaðabætur þótt þær séu ekki skaðabætur og um þær virðist vera hægt
að semja. Segja má að framkvæmdaraðili geti í sumum tilfellum „keypt“ sig frá
þeim umhverfisáhrifum sem fyrirhuguð framkvæmd er talin hafa í för með sér.
Sem dæmi má nefna ÚS 8/97 og ÚR 9/1/98, sem báðir fjalla um fyrirhugaða
urðun sorps á Vesturlandi í landi Fíflholta eða Jörfa, og þá stefnu stjórnvalda að
endurheimta votlendi. í þessu tilviki fólst mótvægisaðgerðin í endurheimt vot-
lendis á öðru landssvæði í stað þess votlendissvæðis sem færi forgörðum vegna
urðunar.107
Ég mun í eftirfarandi umfjöllun til einföldunar vísa til mótvægisaðgerða
hvort sem þær eru fyrirbyggjandi aðgerðir eða aðrar mótvægisaðgerðir.
106 Á ensku er vísað til offset eða mitigation og er hér átt við aðgerðir sem milda, draga úr, ráða
bót á, vega upp á móti og fela í sér málsbætur. Sjá nánar C. Wood, t.d. bls. 27, 40, 43, 126 og
passim.
107 Erfitt að sjá hvernig beita á mótvægisaðgerðum sem þessum á löglegan hátt, þ.e.a.s. án þess að
löggjafmn fjalli á skýran hátt um þá meginreglu og hugsun sem að baki liggur, og er nauðsynlegt
að setja reglur um hvemig beita á slíkum mótvægisaðgerðum sem með einum eða öðrum hætti
varða umhverfisvernd, ekki síst með tilliti til framkvæmdaraðila. Slíkar reglur eiga þó ekki heima
í lögum um mat á umhverfisáhrifum.
191