Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 43
neikvæðu umhverfisáhrifum. Mótvægisaðgerðir felast í aðgerðum sem ekki eru nauðsynlegur þáttur framkvæmdar, en gripið er til á hönnunartíma, framkvæmdatíma eða að loknum framkvæmdum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif sem framkvæmd kann að hafa í för með sér. Hverjar viðeigandi mótvægisaðgerðir eru hverju sinni fer eftir eðli framkvæmdar, umhverf- isáhrifum hennar og aðstæðum í hverju tilviki. Samkvæmt þessu virðist ekki vera átt við varanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir sem tengjast tilteknum rekstri, t.d. notkun tiltekinna mengunarvama. Þó eru upplýsingar í úrskurðum Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytisins og hugtakanotkun misvísandi hvað þetta varðar. Ef skilgreining 3. gr. laganna á mótvægisaðgerðum er skoðuð þá er líklegt að bæði sé átt við margskonar fyrirbyggjandi aðgerðir og aðgerðir sem hafa al- mennt séð bætandi áhrif á umhverfið en tengjast ekki beint þeirri framkvæmd sem um ræðir.106 Þær fyrmefndu geta byggst beint eða óbeint á lögum og koma raunverulega í veg fyrir eða draga úr umhverfisáhrifum viðkomandi fram- kvæmdar. Dæmi um slrkar aðgerðir er t.d. að finna í ÚS 3/94 þar sem sett var skilyrði um mótvægisaðgerð sem fólst í því að halda framkvæmdum í lágmarki á tilteknu tímabili m.t.t. arnarsetra. Einnig má nefna mótvægisaðgerðir sem varða verklag eða hönnun sem dregur úr umhverfisáhrifum, t.d. ÚS 15/00 og hönnun hljóðveggja. Loks má nefna ÚS 8/01 og t.d. aðgerðir til styrktar gróðri til þess að draga úr mögulegu jarðvegsrofi vegna fyrirhugaðs Hálslóns. Síðamefndu aðgerðirnar draga ekki úr umhverfisáhrifum viðkomandi fram- kvæmdar en bæta ástand umhverfisins almennt séð. Þessar mótvægisaðgerðir minna á skaðabætur þótt þær séu ekki skaðabætur og um þær virðist vera hægt að semja. Segja má að framkvæmdaraðili geti í sumum tilfellum „keypt“ sig frá þeim umhverfisáhrifum sem fyrirhuguð framkvæmd er talin hafa í för með sér. Sem dæmi má nefna ÚS 8/97 og ÚR 9/1/98, sem báðir fjalla um fyrirhugaða urðun sorps á Vesturlandi í landi Fíflholta eða Jörfa, og þá stefnu stjórnvalda að endurheimta votlendi. í þessu tilviki fólst mótvægisaðgerðin í endurheimt vot- lendis á öðru landssvæði í stað þess votlendissvæðis sem færi forgörðum vegna urðunar.107 Ég mun í eftirfarandi umfjöllun til einföldunar vísa til mótvægisaðgerða hvort sem þær eru fyrirbyggjandi aðgerðir eða aðrar mótvægisaðgerðir. 106 Á ensku er vísað til offset eða mitigation og er hér átt við aðgerðir sem milda, draga úr, ráða bót á, vega upp á móti og fela í sér málsbætur. Sjá nánar C. Wood, t.d. bls. 27, 40, 43, 126 og passim. 107 Erfitt að sjá hvernig beita á mótvægisaðgerðum sem þessum á löglegan hátt, þ.e.a.s. án þess að löggjafmn fjalli á skýran hátt um þá meginreglu og hugsun sem að baki liggur, og er nauðsynlegt að setja reglur um hvemig beita á slíkum mótvægisaðgerðum sem með einum eða öðrum hætti varða umhverfisvernd, ekki síst með tilliti til framkvæmdaraðila. Slíkar reglur eiga þó ekki heima í lögum um mat á umhverfisáhrifum. 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.