Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 46
í úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fer fram skrif-
legur málflutningur þar sem efni matsskýrslu og umsagnir vegna hennar eru
vegnar og metnar, sbr. 4.-6. mgr. 10. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Loks
er tekin lokaákvörðun samkvæmt 2. mgr. 11. gr. og þá liggur fyrir úrskurðarorð.
Eins og komið var að í 5. kafla hefur framkvæmdin oft verið sú að framkvæmd-
araðila ber að sanna að fyrirhuguð framkvæmd hafi ekki í för með sér umtals-
verð umhverfisáhrif. Sjá nánar t.d ÚS 17/99 og ÚS 8/00. Jafnframt virðist sem
umsagnaraðilar, einkum opinberar stofnanir, sérfræðingar og almenningur eigi
að sanna að fyrirhuguð framkvæmd hafi í för með sér umtalsverð umhverfis-
áhif, sbr. einkum ÚR 1/11/00. Ekki virðist skipta máli hvort fyrirhugaðar fram-
kvæmdir eru á skyldulista (flokkur 1) eða á öðrum listum, sbr. það sem sagði í
kafla 4.3 um löglíkur á umtalsverðum umhverfisáhrifum. Þó skal bent á að ÚS
8/01 sker sig nokkuð úr og er í honum byggt á almennri varúðarnálgun.
Eiginlegt mat á umhverfisáhrifunum gengur ekki út á það að sanna eða eftir
atvikum afsanna ætluð umhveifisáhrif enda er í mörum tilvikum ógerningur að
sanna eða afsanna þau áhrif sem tilteknar framkvæmdir hafa eða kunna að hafa
á umhverfið.113 Þetta atriði er ein mikilvægasta breytingin sem orðið hefur í
umhverfisrétti síðan farið var að lýsa þeim reglum til tilheyra réttarsviðinu sem
einni heild.114 Mat á umhverfisáhrifum gengur fyrst og fremst út á það að greina
og meta þau umhverfisáhrif sem búist er við og benda á óvissuþætti. Ef byggt er
á hefðbundnum sönnunarreglum eru líkur á að komið verði í veg fyrir alla var-
úðarhugsun og varúðarreglu verði í raun hafnað þar sem hún gæti átt við.115
Opinber endurskoðun á fyrst og fremst að beinast að því að kanna gæði og áreið-
anleika þeirra upplýsinga sem lagðar eru fram af hálfu framkvæmdaraðila.
Með úrskurði Skipulagsstofnunar eða eftir atvikum umhverfisráðuneytis
lýkur mati á umhverfisáhrifum. Eftir að úrskurður hefur verið kveðinn upp og
birtur verða einungis gerðar á honum minni háttar breytingar í samræmi við
6. mgr. 11. gr. gildandi laga um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt fyrr-
nefndri heimild getur Skipulagsstofnun gert þessar breytingar eftir birtingu
úrskurðar hafi forsendur breyst vegna nýrra upplýsinga, hafi þær breytingar
ekki verið fyrirsjáanlegar þegar úrskurður var birtur eða séu þær taldar til bóta
og í samræmi við tilgang laganna og er hér væntanlega átt við breytingar á efni
úrskurðarins. Ekki er þó ljóst af ákvæðinu hver eigi að hafa frumkvæði að því
að breytingar séu gerðar og engar upplýsingar er að finna í athugasemdum við
6. mgr. 11. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 106/2000. Heimildin í 6.
mgr. 11. gr. er samkvæmt orða sinna hljóðan takmörkuð við úrskurði Skipulags-
stofnunar.
113 Sjá hér einnig leiðbeiningar Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem komið var að í kafla
2.3 og leiðbeiningarnar sem bent var á f kafla 2.2.
114 Sjá nánar óbirta grein mína „Not Business as Usual. A Study of the Precautionary Principle."
Greinin mun fljótlega birtast í afmælisriti til heiðurs dr. Gunnari G. Schram.
115 Ibid.
194