Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 48
breytingar sem ekki falla undir 6. mgr. 11. gr. laganna, þarf að fara fram mat á
umhverfisáhrifum á nýjan leik. Jafnframt er rétt að geta þess að samkvæmt 7.
mgr. 11. gr. er byggt á því að Skipulagsstofnun ákveði hvort mat á umhverfis-
áhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar skuli fara fram að nýju hefjist fram-
kvæmdir ekki innan tíu ára frá úrskurði stofnunarinnar.
í kafla 2.2 var vikið að því að ein mikilvægasta breytingin sem tilskipun
97/11/EB inniheldur er heimildin til þess að krefja framkvæmdaraðila áfram
um upplýsingar þótt álit opinbers aðila á matsskýrslu liggi fyrir, sbr. lið 7.2 í 1.
gr. tilskipunar 97/11/EB sem breytir 5. gr. tilskipunar 85/337/EBE, svo og 4.
mgr. 11. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sem fjallað var um í
kafla 7.2. Meðal annars vegna þessa er nauðsynlegt að lög um mat á umhverf-
isáhrifum, og eftir atvikum lög sem innihalda heimildir til útgáfu einstakra leyfa
til framkvæmda sem sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum, svo og lög sem
varð einstakar lögákveðnar mótvægisaðgerðir, innihaldi reglur sem tryggja
sveigjanleika, m.a. svo að unnt sé að taka tillit til eftirfarandi þátta:
(i) Breytinga sem kunna að verða á fyrirhugaðri framkvæmd.
(ii) Breytinga sem kunna að verða á mögulegum mótvægisaðgerðum, þróunar á
nýrri tækni o.s.frv.
(iii) Nýrra upplýsinga um ástand umhverfisins og einstakra þátta þess.
(iv) Nýrra upplýsinga um umhverfisáhrif, m.a. vegna vöktunar viðkomandi fram-
kvæmdar eða starfsemi sem henni fylgir, o.fl.
Þessir þættir, einn eða fleiri, geta orðið þess valdandi að breytingar geta orðið
á umhverfisáhrifum og m.t.t. þess er úrskurðarformið heftandi þar sem þörf
getur verið á nýjum úrskurði, þ.e. ef meiri háttar breytingar verða, og er það
tímafrekur ferill sem framkvæmdaraðili ber væntanlega kostnaðinn af.
Tilskipanir þær sem gildandi lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifúm
byggja á gera ráð fyrir því að framkvæmdaraðili geti fengið álit opinbers aðila
á efni matsskýrslu áður en hann sækir um leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd.
Einnig er gert ráð fyrir því að áður en álit er gefið sé haft samráð við og leitað
álits þeima stjórnvalda sem málið getur varðað um efni matsskýrslu og umsókn
um leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd. Sjá hér einkum lið 7.2 í 1. gr. tilskipunar
97/11/EB sem breytir 5. gr. tilskipunar 85/337/EBE, sbr. lið 8.1 í 1. gr. til-
skipunar 97/11/EB sem breytir 1. mgr. 6. gr. tilskipunar 85/337/EBE. Jafnframt
er gert ráð fyrir því að stjórnvöld tryggi rétt almennings til að koma að athuga-
semdum við efni matsskýrslu áður en Ieyfi til framkvæmdar er gefið út, sbr.
lið 8.2 í 1. gr. tilskipunar 97/11/EB sem breytir 2. mgr. 6. gr. tilskipunar
85/338/EBE.
Þessi atriði sýna nauðsyn þess að annar farvegur en úrskurðarformið verði
notað til þess að fjalla um matsskýrslu og mat á umhverfisáhrifum, þ.e. ef stefnt
er að Iifandi mati á umhverfisáhrifum sem augljóslega stuðlar að bættri um-
hverfisvernd. En þetta hefur án nokkurs vafa í för með sér margvísleg lögfræði-
leg vandamál. Meðal annars verður að tryggja sérstaklega hagsmuni fram-
196