Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 50
ákvæðið segir svo: „Samkvæmt íslenskum lögum er úrskurður um mat á um- hverfisáhrifum sérstakt ferli og ótengt löggjöf um leyfisveitingar fyrir einstakar framkvæmdir, svo sem lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvamir, ... Við útgáfu leyfa er hins vegar skv. 13. gr. gildandi laga, sbr. 16. gr. frum- varpsins, gert ráð fyrir að leyfisveitandi skuli taka tillit til úrskurðarins við útgáfu leyfis. Eftir því sem best er vitað er Island eina landið á EES-svæðinu sem skilur á milli mats á umhverfisáhrifum og útgáfu [leyfis til] framkvæmda með þessunt hætti. ,..“120 Löggjafanum er ljóst að áfram þarf að leita leiða til þess að bæta mat á um- hverfisáhrifum og einkum og sér í lagi málsmeðferðina við matið. Nokkrar lausnir hvað varðar síðara atriðið eru mögulegar, t.d. að fylgja betur ákvæðum tilskipunar 97/11/EB og í stað þess að fjalla um mat á umhverfisáhrifum í formi úrskurðar verði við opinbera endurskoðun matsskýrslu gefið ráðgefandi álit sem lýtur að efni hennar og gæðum þess. í öðru lagi er áfram mögulegt að fjalla um mat á umhverfisáhrifum í sérstökum lögum eins og nú er gert hér á landi og í Finnlandi.121 Einnig má tengja matsferilinn skipulagslöggjöf eins og gert er í Danmörku122 og Noregi,123 eða tengja hann lögum sem varða umhverfis- og náttúruvernd eins og gert er í Svíþjóð.124 Það sem skiptir höfuðmáli er að við- halda ekki þeirri skipan sem er nú í gildandi lögum hvað varðar úrskurð um mat á umhverfisáhrifum þar sem fallist er á eða eftir atvikum lagst er gegn viðkom- andi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa. Leggja verður áhersluna og ábyrgðina á leyfisveitanda, t.d. viðkomandi sveitarstjóm, stofnun eða ráðuneyti, allt eftir því hvar ábyrgðin á málaflokkn- um, leyfisveitingunum og eftirliti liggur í samræmi við hefðbundna verka- skiptingu og viðkomandi lög. Með núverandi skipan, einkum og sér í lagi vegna orðalags 2. mgr. 11. gr. gildandi laga um mat á umhverfisáhrifum, verður Skipulagsstofnun að nokkru leyti og eftir atvikum umhverfisráðherra, (sam)- ábyrg vegna efnis leyfa fyrir framkvæmdum sem háðar eru mati á umhverfis- áhrifum, einnig þeirra sem falla utan verksviðs umhverfisráðuneytisins. 10. LOKAORÐ Stefnumörkun í umhverfismálum og ýmis nýmæli í umhverfisrétti eiga oft upphaf sitt í alþjóðlegum samningum og yfirlýsingum ríkja. Mörg þeirra útTæða sem ríki heims samþykkja að fylgja eiga sér ekki hliðstæðu í réttarkerfum einstakra ríkja og sum þeirra eru þess eðlis að gera verður miklar breytingar á þeirri löggjöf sem á einn eða annan hátt varðar vernd umhverfisins svo að hægt 120 Alþt. 1999-2000. A-deild, þskj. 644, bls. 3506. 121 Lag nr. 468/1994 om förfarandet vid miljökonsekvensbedömning og förordning nr. 268/1999 om förfarandet vid miljökonsekvensbedömning 122 Bekendtgörelse af lov nr. 518/2000 om planlægning og bekendtgorelse nr. 428/1999 om sup- plerende regler i medf0r af lov om planlægning. 123 Plan- og bygningslov nr. 77/1985 og forskrift nr. 502/1999 om konsekvensutredninger 124 Miljöbalk nr. 1998:808, 6. kafli, og förordning nr. 1998:905 om miljökonsekvensbeskrivningar. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.