Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 50
ákvæðið segir svo: „Samkvæmt íslenskum lögum er úrskurður um mat á um-
hverfisáhrifum sérstakt ferli og ótengt löggjöf um leyfisveitingar fyrir einstakar
framkvæmdir, svo sem lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvamir, ...
Við útgáfu leyfa er hins vegar skv. 13. gr. gildandi laga, sbr. 16. gr. frum-
varpsins, gert ráð fyrir að leyfisveitandi skuli taka tillit til úrskurðarins við
útgáfu leyfis. Eftir því sem best er vitað er Island eina landið á EES-svæðinu
sem skilur á milli mats á umhverfisáhrifum og útgáfu [leyfis til] framkvæmda
með þessunt hætti. ,..“120
Löggjafanum er ljóst að áfram þarf að leita leiða til þess að bæta mat á um-
hverfisáhrifum og einkum og sér í lagi málsmeðferðina við matið. Nokkrar
lausnir hvað varðar síðara atriðið eru mögulegar, t.d. að fylgja betur ákvæðum
tilskipunar 97/11/EB og í stað þess að fjalla um mat á umhverfisáhrifum í formi
úrskurðar verði við opinbera endurskoðun matsskýrslu gefið ráðgefandi álit
sem lýtur að efni hennar og gæðum þess. í öðru lagi er áfram mögulegt að fjalla
um mat á umhverfisáhrifum í sérstökum lögum eins og nú er gert hér á landi og
í Finnlandi.121 Einnig má tengja matsferilinn skipulagslöggjöf eins og gert er í
Danmörku122 og Noregi,123 eða tengja hann lögum sem varða umhverfis- og
náttúruvernd eins og gert er í Svíþjóð.124 Það sem skiptir höfuðmáli er að við-
halda ekki þeirri skipan sem er nú í gildandi lögum hvað varðar úrskurð um mat
á umhverfisáhrifum þar sem fallist er á eða eftir atvikum lagst er gegn viðkom-
andi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.
Leggja verður áhersluna og ábyrgðina á leyfisveitanda, t.d. viðkomandi
sveitarstjóm, stofnun eða ráðuneyti, allt eftir því hvar ábyrgðin á málaflokkn-
um, leyfisveitingunum og eftirliti liggur í samræmi við hefðbundna verka-
skiptingu og viðkomandi lög. Með núverandi skipan, einkum og sér í lagi vegna
orðalags 2. mgr. 11. gr. gildandi laga um mat á umhverfisáhrifum, verður
Skipulagsstofnun að nokkru leyti og eftir atvikum umhverfisráðherra, (sam)-
ábyrg vegna efnis leyfa fyrir framkvæmdum sem háðar eru mati á umhverfis-
áhrifum, einnig þeirra sem falla utan verksviðs umhverfisráðuneytisins.
10. LOKAORÐ
Stefnumörkun í umhverfismálum og ýmis nýmæli í umhverfisrétti eiga oft
upphaf sitt í alþjóðlegum samningum og yfirlýsingum ríkja. Mörg þeirra útTæða
sem ríki heims samþykkja að fylgja eiga sér ekki hliðstæðu í réttarkerfum
einstakra ríkja og sum þeirra eru þess eðlis að gera verður miklar breytingar á
þeirri löggjöf sem á einn eða annan hátt varðar vernd umhverfisins svo að hægt
120 Alþt. 1999-2000. A-deild, þskj. 644, bls. 3506.
121 Lag nr. 468/1994 om förfarandet vid miljökonsekvensbedömning og förordning nr. 268/1999
om förfarandet vid miljökonsekvensbedömning
122 Bekendtgörelse af lov nr. 518/2000 om planlægning og bekendtgorelse nr. 428/1999 om sup-
plerende regler i medf0r af lov om planlægning.
123 Plan- og bygningslov nr. 77/1985 og forskrift nr. 502/1999 om konsekvensutredninger
124 Miljöbalk nr. 1998:808, 6. kafli, og förordning nr. 1998:905 om miljökonsekvensbeskrivningar.
198