Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 51
sé að breyta alþjóðlegri stefnumörkun og nýmælum í alþjóðlegum umhverfis-
rétti í skýrar lagareglur sem hægt er að fara eftir innan tiltekins ríkis. Ymis þess-
ara úrræða eru þar að auki óhefðbundin og önnur eru íþyngjandi, t.d. fyrir
framkvæmdaraðila. En öll eru þau hugsuð til þess að stuðla að aukinni um-
hverfisvemd með beinum eða óbeinum hætti. Auk bættra efnisregina hafa
úrræði sem varða málsmeðferð og ákvarðanatöku í einstökum tilvikum einnig
verið í brennidepli og er áherslan á þann þátt vaxandi í alþjóðlegum rétti.
Mat á umhverfisáhrifum og löggjöf þar að lútandi verður að aðlaga að þeim
kerfum sem fyrir eru, svo og þeim lögum, meginreglum og venjum sem gilda.
Meðal annars þess vegna eru útfærslur á löggjöf sem varðar mat á umhverf-
isáhrifum mismunandi, t.d. á Norðurlöndum. MálsmeðferðaiTeglur við mat á
umhverfisáhrifum eru ekki hugsaðar til þess að bylta kerfum þótt ekki sé óhugs-
andi að með tímanum verði einhverjar grundvallarbreytingar á þeim vegna lög-
gjafar sem varðar umhverfismál, þ.m.t. löggjafar um mat á umhverfisáhrifum.
Hins vegar er alltaf stefnt að sömu markmiðum með mati á umhverfisáhrifum
þótt lagaleg umgjörð sé með mismunandi hætti.
Eg hef í þessari grein fjallað vítt og breitt um mat á umhverfisáhrifum og um
nokkur atriði sem varða lög um mat á umhverfisáhrifum og framkvæmd þeirra.
Það er skoðun mín að í gildandi lögum125 og við framkvæmd þeirra komi fram
tiltekinn misskilningur um tilgang og markmið mats á umhverfisáhrifum. Jafn-
framt gefur úrskurður um mat á umhverfisáhrifum ekki alltaf rétta mynd af um-
fangi þeirra umhverfisáhrifa sem við er búist, m.a. vegna þess að ætluð um-
hverfisáhrif eru vegin beint á móti hagnaði eða öðrum ávinningi eða réttlætt
m.t.t. hagnaðar sem viðkomandi framkvæmd er talin hafa í för með sér.
Sú aðferð sem nú er notuð skapar ónauðsynlega spennu á milli framkvæmd-
araðila og þeirra sem yfirfara matsskýrslu, þ.e. Skipulagsstofnunar, sérfræð-
inga, almennings o.s.frv. Þar að auki verða heimildir leyfisveitanda óljósar
þegar kemur að útgáfu leyfis til framkvæmda í samræmi við viðkomandi sérlög
og ekki er ljóst hvort leyfisveitandi almennt séð er bundinn af niðurstöðu úr-
skurðar. Að mínu mati er annar mælikvarði heppilegri en sá sem löggjafinn hef-
ur valið og fram kemur í 2. mgr. I E gr. gildandi laga um mat á umhverfisáhrif-
um. Rökréttara er að miða við hvort umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmd-
ar samkvæmt matsskýrslu og mat Skipulagsstofnunar og annarra á efni skýrsl-
unnar, jafnvel þótt þau teljist að hluta eða í heild umtalsverð, séu ásættanleg
eða eftir atvikum óásættanleg þegar kemur að því að gefa út leyfi fyrir viðkom-
andi framkvæmd og að þá fari fram skoðun á efnahagslegum forsendum eða
öðrum ávinningi viðkomandi framkvæmdar og það mat verði einungis leyfis-
veitanda. Þessu til fyllingar hef ég sérstaklega bent á nokkur atriði sem að mínu
mati undirstrika þörf á annars konar málsmeðferð en nú er í gildandi lögum. Að
lokum skal lögð áhersla á að skýr umhverfislöggjöf er eitt af þeim úrræðum
sem nota má til þess að ná betri árangri í umhverfisvemd.
125 Þessar athugasemdir eiga einnig við um eldri lög um mat á umhverfisáhrifum.
199