Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 58
velli gildandi laga. Er það ekki auðvelt verk. í þessari grein verður þó gerð til- raun til þess, ef það mætti verða öðrum til leiðbeiningar, og skiptist hún í tíu meginkafla.5 Fjallar annar kafli almennt um afleiðusamninga og helstu gerðir þeirra, þriðji kafli um það hvaða meginsjónarmið skuli leggja til grundvallar skattlagningu afleiðusamninga, fjórði kafli um uppgjör skattskyldra tekna af af- leiðusamningum og skattlagningu þeirra hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Þá er rætt um meðferð taps af afleiðum í fimmta kafla, um frádráttarbæmi kostn- aðar við gerð afleiðusamninga í sjötta kafla, um eignarskattlagningu í sjöunda kafla og skattlagningu afleiðuviðskipta í framkvæmd í áttunda kafla. I fram- haldi af því er svo fjallað um starfsmannahlutabréf í níunda kafla og um skatt- lagningu afleiðusamninga annars staðar á Norðurlöndum, einkum Danmörku, Noregi og Svíþjóð, í tíunda kafla. 2. LÝSING Á EINSTÖKUM AFLEIÐUSAMNINGUM 2.1 Af hverju afleiðusamninga? Gerð afleiðusamninga stafar einkum af þremur ástæðum. í fyrsta lagi em þeir margfalt ódýrari en hin undirliggjandi verðmæti. Með gerð þeirra eru samningsaðilar því að spara sér fé. I annan stað er hugsanlegt að græða á þeim. Á það einkum við um valrétt og ákvæðissamninga þar sem hækkun hinna undirliggjandi verðmæta er mun fljótari að segja til sín hjá þeim en frum- tækjunum vegna svokallaðra endurkastsáhrifa. Meðal annars þess vegna hafa sumir fræðimenn velt því fyrir sér hvort gerð þeirra sé brot á þeim ákvæðum refsilaga er ógilda veðmál.6 Á það einkum við um samninga þar sem uppgjör á að fara fram í peningaformi sem mismunargreiðsla, eins og gengis- og vaxta- skiptasamninga.7 Sjálfsagt hefur þetta sjónarmið einnig leitt til þess að talið var 5 Sjá einnig Ásmund G. Vilhjálmsson: Skattur á fjármagnstekjur og eignir, bls. 280 og áfram. 6 í orðabók Menningarsjóðs er veðmál skilgreint svo: „Samkomulag (tveggja) manna, að sá sem tapar deilumáli þeirra greiði hinum e-ð tiltekið (t. d. peningaupphæð)". 7 I Noregi hefur t.d. reynt á það í nokkrum málum á Iægri dómstigum hvort vaxta- og gjaldmiðla- skiptasamningar séu ógildir fyrir hlutaðeigendur vegna þess að þeir brjóti (bága við 1. og 3. mgr. 1. tl. 12. gr. almennu refsilaganna nr. 11/1902 (ikrafttredelsesloven eða gildistökulaganna), en þær hljóða svo: „Af Spil og Væddemaal opstaar ingen Forpligtelse, og en Anerkjendelse af derved stift- et Gjæld er uforbindende og Hvad om Spil og Væddemaal er bestemt, gjælder ogsaa med Hensyn til Terminspil (Differenshandel), som har et Spils eller Væddemaals Karakter". Því hefur þó ætíð verið hafnað, enda myndi það valda óþolandi réttaróvissu á fjármálamörkuðum ef svo yrði talið vera. Sjá Zinimer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 176. ítarlega umfjöllun um vaxta- og gjald- miðlaskiptasamninga er að finna í riti Arne Tajum: Valuta- og renteswaper, og aftekur hann ekki að slíkir samningar geti brotið í bága við umrædd lög, sbr. umrætt rit bls. 273. Sama skoðun kemur fram í Danmörku, sjá Engholm Jacobscn o.fl.: Skatteretten 1, 3. útg„ bls. 597, en þar segir: „En sádan kontrakt er sáledes i sin essens et væddemál, hvor kpber og sælger vædder om prisen pa rávaren pS leveringstidspunktet". Hliðstæð ákvæði eru ekki í íslenskum hegningarlögum og þarf því ekki að hafa áhyggjur af slíkum vandamálum hér á landi. Sjá þó 183. gr. alm. hgl. sem mælir fyrir um refsingu þeirn til handa er gerir sér fjárhættuspil og veðmál að atvinnu eða kemur öðrum til að fremja þau, og getur dómur mælt fyrir um upptöku ávinnings af viðskiptunum ef svo ber undir. 206
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.