Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 58
velli gildandi laga. Er það ekki auðvelt verk. í þessari grein verður þó gerð til-
raun til þess, ef það mætti verða öðrum til leiðbeiningar, og skiptist hún í tíu
meginkafla.5 Fjallar annar kafli almennt um afleiðusamninga og helstu gerðir
þeirra, þriðji kafli um það hvaða meginsjónarmið skuli leggja til grundvallar
skattlagningu afleiðusamninga, fjórði kafli um uppgjör skattskyldra tekna af af-
leiðusamningum og skattlagningu þeirra hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Þá
er rætt um meðferð taps af afleiðum í fimmta kafla, um frádráttarbæmi kostn-
aðar við gerð afleiðusamninga í sjötta kafla, um eignarskattlagningu í sjöunda
kafla og skattlagningu afleiðuviðskipta í framkvæmd í áttunda kafla. I fram-
haldi af því er svo fjallað um starfsmannahlutabréf í níunda kafla og um skatt-
lagningu afleiðusamninga annars staðar á Norðurlöndum, einkum Danmörku,
Noregi og Svíþjóð, í tíunda kafla.
2. LÝSING Á EINSTÖKUM AFLEIÐUSAMNINGUM
2.1 Af hverju afleiðusamninga?
Gerð afleiðusamninga stafar einkum af þremur ástæðum. í fyrsta lagi em
þeir margfalt ódýrari en hin undirliggjandi verðmæti. Með gerð þeirra eru
samningsaðilar því að spara sér fé. I annan stað er hugsanlegt að græða á þeim.
Á það einkum við um valrétt og ákvæðissamninga þar sem hækkun hinna
undirliggjandi verðmæta er mun fljótari að segja til sín hjá þeim en frum-
tækjunum vegna svokallaðra endurkastsáhrifa. Meðal annars þess vegna hafa
sumir fræðimenn velt því fyrir sér hvort gerð þeirra sé brot á þeim ákvæðum
refsilaga er ógilda veðmál.6 Á það einkum við um samninga þar sem uppgjör á
að fara fram í peningaformi sem mismunargreiðsla, eins og gengis- og vaxta-
skiptasamninga.7 Sjálfsagt hefur þetta sjónarmið einnig leitt til þess að talið var
5 Sjá einnig Ásmund G. Vilhjálmsson: Skattur á fjármagnstekjur og eignir, bls. 280 og áfram.
6 í orðabók Menningarsjóðs er veðmál skilgreint svo: „Samkomulag (tveggja) manna, að sá sem
tapar deilumáli þeirra greiði hinum e-ð tiltekið (t. d. peningaupphæð)".
7 I Noregi hefur t.d. reynt á það í nokkrum málum á Iægri dómstigum hvort vaxta- og gjaldmiðla-
skiptasamningar séu ógildir fyrir hlutaðeigendur vegna þess að þeir brjóti (bága við 1. og 3. mgr.
1. tl. 12. gr. almennu refsilaganna nr. 11/1902 (ikrafttredelsesloven eða gildistökulaganna), en þær
hljóða svo: „Af Spil og Væddemaal opstaar ingen Forpligtelse, og en Anerkjendelse af derved stift-
et Gjæld er uforbindende og Hvad om Spil og Væddemaal er bestemt, gjælder ogsaa med Hensyn
til Terminspil (Differenshandel), som har et Spils eller Væddemaals Karakter". Því hefur þó ætíð
verið hafnað, enda myndi það valda óþolandi réttaróvissu á fjármálamörkuðum ef svo yrði talið
vera. Sjá Zinimer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 176. ítarlega umfjöllun um vaxta- og gjald-
miðlaskiptasamninga er að finna í riti Arne Tajum: Valuta- og renteswaper, og aftekur hann ekki
að slíkir samningar geti brotið í bága við umrædd lög, sbr. umrætt rit bls. 273. Sama skoðun kemur
fram í Danmörku, sjá Engholm Jacobscn o.fl.: Skatteretten 1, 3. útg„ bls. 597, en þar segir: „En
sádan kontrakt er sáledes i sin essens et væddemál, hvor kpber og sælger vædder om prisen pa
rávaren pS leveringstidspunktet". Hliðstæð ákvæði eru ekki í íslenskum hegningarlögum og þarf því
ekki að hafa áhyggjur af slíkum vandamálum hér á landi. Sjá þó 183. gr. alm. hgl. sem mælir fyrir um
refsingu þeirn til handa er gerir sér fjárhættuspil og veðmál að atvinnu eða kemur öðrum til að fremja
þau, og getur dómur mælt fyrir um upptöku ávinnings af viðskiptunum ef svo ber undir.
206