Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 59
rétt í Danmörku fyrir 7. júlí 1991 að skattleggja ákvæði (terminskontrakter) samkvæmt f-lið 4. gr. DSL sem skattgildir brúttótekjur af „Lotterispil samt and- et Spil og Væddemaal", en grein þessi er hliðstæð 4. tl. A-liðar 7. gr. SL.8 í þriðja lagi eru samningsaðilar með gerð afleiðusamninga að reyna að tryggja sig fyrir hugsanlegum verðbreytingum - hækkunum eða lækkunum - í framtíð- inni fyrir sem minnstan mögulegan kostnað. Gegna þeir því afar þýðingarmiklu hlutverki við hvers konar áhættustýringar í nútíma atvinnurekstri banka og verðbréfafyrirtækja. Verður nú gerð grein fyrir nokkrum helstu tegundum af- leiðusamninga svo að auðveldara verði að skilja hvemig gera eigi upp og skatt- leggja tekjur af þeim. 2.1 Valréttur (option) Með valrétti er átt við samning milli tveggja aðila þar sem annar þeirra, út- gefandi (utsteder), gefur hinum, eiganda (n. innehaver, d. indehaver), kost á að krefjast tiltekinnar eignar (aktiv) eða skuldar (passiv) á fyrir fram ákveðnu verði innan tilgreinds tíma eða á nánar tilgreindum tíma. í daglegu máli er þó venjulega sagt að útgefandi hafi selt valrétt en eigandi keypt hann.9 Valréttur veitir eiganda þannig rétt en ekki skyldu til að krefjast greiðslu. Sé valréttur óhagstæður getur eigandi þess vegna látið ógert að krefjast efnda samningsins og fellur valrétturinn þá niður ónotaður. Til að öðlast rétt sam- kvæmt valrétti verður eigandi að greiða útgefanda gjald. Er það venjulega gert við undirritun valréttarsamningsins og kallast þóknun. Þóknun sem greidd er fyrir valrétt er ekki endurkræf þótt valréttur falli niður ónýttur. Valréttur veitir eiganda oftast rétt til að kaupa eða selja tiltekin verðmæti og í samræmi við það nefnast slíkir samningar kaupval (d. kpboption, e. call op- tion) og söluval (d. salgsoption, e. put option). Við gerð kaupvalsréttarsamnings undirgengst útgefandi gegn greiðslu ákveðinnar þóknunar söluskyldu sem sam- svarar kauprétti eigandans. Við gerð söluvalsréttarsamnings undirgengst útgef- andi gegn greiðslu ákveðinnar þóknunar á hinn bóginn kaupskyldu er samsvar- ar sölurétti eigandans. Þegar um kaupval er að ræða ráðast hagsmunir eiganda valréttar af því að geta krafist þess að útgefandi selji honum hin undirliggjandi verðmæti á lægra verði en markaðsverði þeirra nemur. 8 Sjá Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1,3. útg., bls. 596. Skýrar kemur þetta þó fram í 1. útg. umrædds rits, bls. 553, sbr. tilvísun 409. 9 Sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 175; Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1, 3. útg., bls. 603; Lodin o.fl.: Inkomstskatt 1, 6. útg., bls. 171. í 19. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti eru valréttarsamningar skilgreindir svo: „Afleiðusamningur sem veitir öðrum samningsaðila, kaupanda, rétt en ekki skyldu til að kaupa (kaupréttur) eða selja (söluréttur) tiltekna eign (andlag samnings) á fyrir fram ákveðnu verði (val- réttargengi) á tilteknu tímamarki eða innan tiltekins tíma. Sem endurgjald fyrir þennan rétt fær hinn samningsaðilinn, útgefandinn, ákveðið gjald sem segir til um markaðsvirði réttarins við upphaf samningstímans". 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.