Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 61
hinna undirliggjandi verðmæta nema þegar um gengisval (indeksoption) er að
ræða. Til að hlotnast mismunargreiðsla verður kaupandi valréttar að selja verð-
mætin þegar svo stendur á. Sé um hlutabréfagengisval (aktieindeksoption) að
ræða er þessu hins vegar öfugt farið. Við uppgjör á þeim verður að fara fram
mismunargreiðsla vegna þess að afhending hlutabréfanna, sem gengið byggist
á, er ómöguleg.
Eigandi valréttar getur lokið afleiðuviðskiptum með femum hætti. í fyrsta lagi
getur hann beðið og séð hver þróunin verður, í öðm lagi krafist innlausnar svo
fremi að það sé heimilt samkvæmt samningnum, í þriðja lagi selt valréttinn öðr-
um, það er að segja ef um áhugasama kaupendur er að ræða, og í fjórða lagi óskað
eftir lokun viðskiptanna. Lokun valréttar fer þannig fram að útgefandi og eigandi
gera upp afleiðuviðskiptin með staðgreiðslu til eiganda. Þegar valréttur er ekki
skráður í kauphöll jafngildir það því að útgefandi endurkaupi valréttinn af
eiganda. Þegar um slíkar eignir er að ræða krefst lokunaraðgerð því samþykkis
hans. Fallist útgefandi ekki á endurkaupin getur eigandi þó venjulega krafist
innlausnar valréttarins. Fer uppgjör þá fram og samsvarar það að jafnaði þeirri
þóknun er eigandi hefði fengið með því að selja sams konar valrétt á markaði.
Þegar um skráðan valrétt er að ræða fer lokunin hins vegar fram samkvæmt
fyrir fram ákveðnum reglum og flestum valréttarsamningum lýkur samkvæmt
þeim. Til að gera þetta kleift hefur þó yfirleitt þurft að stofna sérstakar greiðslu-
miðstöðvar (clearingsentralen). Um leið og valréttarsamningur hefur verið
gerður kemur greiðslumiðstöðin inn í samninginn og verður gagnaðili beggja
viðsemjenda. Samningssamband á milli hinna upprunalegu viðsemjenda hættir
því að vera til. Þar eð greiðslumiðstöðin gerist aðili að öllum valréttarsamning-
um með þessum hætti getur fjárfestir eins og A í dæmunum hér að framan, sem
hefur keypt kaupval eða söluval, lokið samningnum að höfðu samráði við
greiðslumiðstöðina með því að selja sams konar verðmæti og hann keypti. Þar
eð greiðslumiðstöðin kemur einnig inn í þennan samning verða réttindi og
skyldur A og greiðslumiðstöðvarinnar nákvæmlega eins. I stað þess að ljúka
eða innleysa báða valréttina reynir greiðslumiðstöðin að upphefja þá, bæði
greiðslulega og réttarlega. Með því að gera samning númer tvö getur A af þeim
sökum losnað við samning númer eitt. Greiðsla sú, er A hlotnast fyrir valrétt
númer tvö, ræður því þess vegna hvaða tekjur hann hefur af valrétti númer eitt.
Dæmi 4. Viðskipti með skráðan valrétt um greiðslumiðstöð. A kaupir skráðan
valrétt af B sem veitir honum rétt til að kaupa 1000 hlutabréf í X á genginu 150.
Skömmu síðar gefur hann út sams konar valrétt til C. Greiðslumiðstöðin gerist aðili
að báðum samningunum og er staða A gagnvart henni því sem hér segir:
- réttur til að kaupa 1000 hlutabréf í X á genginu 150,
- réttur til að selja 1000 hlutabréf í X á genginu 150.
Þar sent réttindi og skyldur eru samhverfar reynir greiðslumiðstöðin að upp-
hefja samningana með jöfnun. Eftir það er staða greiðslumiðstöðvarinnar sem
hér segir:
209