Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 62
- réttur til að kaupa 1000 hlutabréf í X á genginu 150 af B,
- réttur til að selja 1000 hlutabréf í X á genginu 150 til C.
Þar sem þessi viðskipti eru á milli ólíkra aðila getur greiðslumiðstöðin ekki
jafnað þau.
Utgefandi valréttar getur lokið afleiðuviðskiptum með tvennum hætti, annars
vegar með því að kaupa hliðstæðan valrétt á markaði og krefjast lokunar og
hins vegar nteð því að bíða eftir að eigandi ákveði sig. Láti hann valréttinn falla
án þess að krefjast innlausnar hlotnast útgefandanum þóknunin. sem eigandinn
greiddi fyrir valréttinn, í tekjur. Innlausn á valrétti krefst almennt ótvíræðrar
yfirlýsingar af hálfu eiganda. A verðbréfamörkuðum þekkist þó að innlausn á
afleiðu fari fram sjálfkrafa í formi mismunargreiðslu og gildir það einkum um
staðlaðan valrétt og ákvæðissamninga.
2.2 Ákvæðissamningar (terminkontrakt)
Ákvæðissamningur10 er samningur á milli tveggja aðila þar sem annar þeirra,
seljandi, skuldbindur sig til að selja hinum, kaupanda, tiltekna eign við fyrir
fram ákveðnu verði (ákvæðisverði) á nánar tilgreindum tíma sem er síðar en
samningsdagurinn.11 Andstætt valrétti felur ákvæðissamningur því í sér skyldur
fyrir kaupanda og seljanda til að efna samninginn samkvæmt aðalefni sínu. Af
því leiðir að báðir aðilar verða að taka þátt í afhendingu hinna framtíðarlegu
verðmæta og uppgjöri á þeim. Hins vegar skilur ákvæðissamningur sig frá
venjulegum kaupsamningi að því leyti að ekki þarf að greiða verð hins selda
fyrr en við afhendingu.12 Kaup með ákvæði eða ákvæðiskaup (kpb pá termin)
þýðir því að ekki þarf að greiða verð hins selda fyrr en við afhendingu. Mörkin
á milli venjulegs kaupsamnings og ákvæðissamnings geta þó verið óskýr.13
10 Mjög erfitt er að finna gott orð sem nær merkingu orðsins termin er þýðir ákveðinn tími, gjald-
dagi o.fl. og hægt er að nota í ýmiss konar samtengingum eins og aktietermin, aktieindekstermin,
sem ef til vill mætti þýða sem hlutaákvæði, hlutagengisákvæði o.s.frv. Er þá átt við það að um-
ræddar eignir séu keyptar með ákvæði, það er á föstu verði til afhendingar síðar. I bók minni,
Skattur á fjármagnstekjur og eignir, kallaði ég þessa samninga ákvæðusamninga eða ákvæður en
eftir á að hyggja finnst mér orðið ákvæðissamningur betra heiti.
11 í 20. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 eru samningar þessir
nefndir framvirkir samningar og eru þeir skilgreindir svo: „Afleiðusamningur sem kveður á um
skyldu samningsaðila til að kaupa og selja tiltekna eign fyrir ákveðið verð á fyrir fram ákveðnum
tíma“. í stað þess að segja kaup eða sala með ákvæði (k0b eller salg pá termin) myndi því verða
sagt framvirk kaup, framvirk sala o.s.frv. Og framvirk kaup eða sala á einstökum eignum myndu á
sama hátt heita framvirk kaup eða sala á hlutabréfum í stað hlutaákvæði eða ákvæðiskaup á hluta-
bréfum sem kallað er aktietermin á öðrum Norðurlandamálum. Allt er þetta gott og blessað. Gallinn
er hins vegar sá að með heitinu hverfur sá skilsntunur sem er á milli almennra ákvæðissamninga
og staðlaðra ákvæðissamninga. Reyndin er einnig sú að annars staðar á Norðurlöndum eru þessir
samningar látnir heita hver sínu nafninu.
12 Sjá Tivéus, bls. 97.
13 Sjá til hliðsjónar ÚRN 419/1986. í máli þessu var m.a. deilt um það hvernig ákveða bæri
söluverð lands sem Hafnarfjarðarbær gerði forkaupsréttarsamning um 29. júní 1980 fyrir 20 kr. á
210