Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 62
- réttur til að kaupa 1000 hlutabréf í X á genginu 150 af B, - réttur til að selja 1000 hlutabréf í X á genginu 150 til C. Þar sem þessi viðskipti eru á milli ólíkra aðila getur greiðslumiðstöðin ekki jafnað þau. Utgefandi valréttar getur lokið afleiðuviðskiptum með tvennum hætti, annars vegar með því að kaupa hliðstæðan valrétt á markaði og krefjast lokunar og hins vegar nteð því að bíða eftir að eigandi ákveði sig. Láti hann valréttinn falla án þess að krefjast innlausnar hlotnast útgefandanum þóknunin. sem eigandinn greiddi fyrir valréttinn, í tekjur. Innlausn á valrétti krefst almennt ótvíræðrar yfirlýsingar af hálfu eiganda. A verðbréfamörkuðum þekkist þó að innlausn á afleiðu fari fram sjálfkrafa í formi mismunargreiðslu og gildir það einkum um staðlaðan valrétt og ákvæðissamninga. 2.2 Ákvæðissamningar (terminkontrakt) Ákvæðissamningur10 er samningur á milli tveggja aðila þar sem annar þeirra, seljandi, skuldbindur sig til að selja hinum, kaupanda, tiltekna eign við fyrir fram ákveðnu verði (ákvæðisverði) á nánar tilgreindum tíma sem er síðar en samningsdagurinn.11 Andstætt valrétti felur ákvæðissamningur því í sér skyldur fyrir kaupanda og seljanda til að efna samninginn samkvæmt aðalefni sínu. Af því leiðir að báðir aðilar verða að taka þátt í afhendingu hinna framtíðarlegu verðmæta og uppgjöri á þeim. Hins vegar skilur ákvæðissamningur sig frá venjulegum kaupsamningi að því leyti að ekki þarf að greiða verð hins selda fyrr en við afhendingu.12 Kaup með ákvæði eða ákvæðiskaup (kpb pá termin) þýðir því að ekki þarf að greiða verð hins selda fyrr en við afhendingu. Mörkin á milli venjulegs kaupsamnings og ákvæðissamnings geta þó verið óskýr.13 10 Mjög erfitt er að finna gott orð sem nær merkingu orðsins termin er þýðir ákveðinn tími, gjald- dagi o.fl. og hægt er að nota í ýmiss konar samtengingum eins og aktietermin, aktieindekstermin, sem ef til vill mætti þýða sem hlutaákvæði, hlutagengisákvæði o.s.frv. Er þá átt við það að um- ræddar eignir séu keyptar með ákvæði, það er á föstu verði til afhendingar síðar. I bók minni, Skattur á fjármagnstekjur og eignir, kallaði ég þessa samninga ákvæðusamninga eða ákvæður en eftir á að hyggja finnst mér orðið ákvæðissamningur betra heiti. 11 í 20. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 eru samningar þessir nefndir framvirkir samningar og eru þeir skilgreindir svo: „Afleiðusamningur sem kveður á um skyldu samningsaðila til að kaupa og selja tiltekna eign fyrir ákveðið verð á fyrir fram ákveðnum tíma“. í stað þess að segja kaup eða sala með ákvæði (k0b eller salg pá termin) myndi því verða sagt framvirk kaup, framvirk sala o.s.frv. Og framvirk kaup eða sala á einstökum eignum myndu á sama hátt heita framvirk kaup eða sala á hlutabréfum í stað hlutaákvæði eða ákvæðiskaup á hluta- bréfum sem kallað er aktietermin á öðrum Norðurlandamálum. Allt er þetta gott og blessað. Gallinn er hins vegar sá að með heitinu hverfur sá skilsntunur sem er á milli almennra ákvæðissamninga og staðlaðra ákvæðissamninga. Reyndin er einnig sú að annars staðar á Norðurlöndum eru þessir samningar látnir heita hver sínu nafninu. 12 Sjá Tivéus, bls. 97. 13 Sjá til hliðsjónar ÚRN 419/1986. í máli þessu var m.a. deilt um það hvernig ákveða bæri söluverð lands sem Hafnarfjarðarbær gerði forkaupsréttarsamning um 29. júní 1980 fyrir 20 kr. á 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.