Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 64
sölur á landbúnaðarvörum sem í mörg ár hafa verið stunduð með skipulögðum
hætti í Bandaríkjunum. Sama gildir um sölu á olíu. Loks má nefna að innan far-
skipageirans hefur lengi tíðkast að tryggja sig fyrir óæskilegri gengisþróun með
ákvæðissölu á farmbréfum. Aðalatriði ákvæðissamninga er einmitt oft trygg-
ingarverndin sem þeir veita kaupanda og seljanda.
2.4 Staðlaðir ákvæðissamningar (standardiserte terminkontrakter)
í Bandaríkjunum komust menn fyrst að því að hagkvæmara væri að staðla
ákvæðissamninga svo að unnt væri að kaupa og selja þá á verðbréfamarkaði.15
Voru fyrstu stöðluðu samningarnir þróaðir á grundvelli hins skipulagða mark-
aðar með landbúnaðarafurðir í Chicago en hafa síðan breiðst út til annarra
heimshluta og taka nú til mun fleiri verðmæta. Mest er vægi þeirra þó innan
fjármálageirans. Til eru tvær gerðir staðlaðra samninga, annars vegar framvirkir
samningar (forwards) og hins vegai' framtíðarlegir samningar (futurekontrakt-
er).16 Framvirkir samningar eru einfaldari að gerð en framtíðarlegir samningar
og á samningstíma er aðeins framkvæmt eitt uppgjör á þeim, það er lokaupp-
gjör, í stað daglegs uppgjörs og lokauppgjörs eins og þegar unt framtíðarlega
samninga er að ræða.17 Algengasta tegund staðlaðra samninga eru framvirkir
vaxtasamningar (forward rate agreement) sem venjulega er skammstafað
FRA.18
Framtíðarlegir og framvirkir samningar eru að jafnaði staðlaðir þannig að
tegund og magn hins undirliggjandi verðmætis svo og verð og afhendingartími
er ákveðið fyrir fram í samningnum af hlutaðeigandi kauphöll eða tilboðsmark-
aði. Hið eina sem samningsaðilar þurfa að ákveða er því fjöldi samninga, sem
þeir hyggjast kaupa eða selja og verð hvers samnings. Stöðlunin hefur þau áhrif
að samningurinn öðlast eigið líf. Raunverulega er það því samningurinn, sem
menn eru að kaupa og selja en ekki hið undirliggjandi verðmæti. Formlega séð
skuldbindur kaupandi umræddra samninga sig þó til að kaupa umsamið magn
af hinu undirliggjandi verðmæti á fyrir fram ákveðnu verði og seljandi sig til að
afhenda það við því verði sem samið var um.19 Fjárfestir, sem á samning er
felur í sér skyldu til að selja hið undirliggjandi verðmæti, er gjarnan sagður hafa
skammtímastöðu (short position) en fjárfestir, sem á samning er skyldar hann
til að kaupa það, er sagður hafa langtímastöðu (long position).
15 Sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 189; Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1,
3. útg., bls. 599; Lodin o.fl.: Inkomstskatt 1,6. útg.. bls. 171: Tivéus. bls. 97 og áfram.
16 Af lögum um verðbréfaviðskipti sést ekki að neinn greinarmunur sé gerður á þessum samnings-
tegundum hér á landi. Hugsanlega eru bæði samningsafbrigðin því kölluð framvirkir samningar.
17 Sjá Zinimer o.ll.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 190.
18 Sjá Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1, 3. útg., bls. 601.
19 Sjá þó 18. tl. b-liðar 2. gr. laga nr. 99/2000 um breyting á 2. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfa-
viðskipti en þar er framvirkur vaxtasamningur skilgreindur svo: „Afleiðusamningur sem kveður á
um vaxtaviðmiðun á ákveðnu tímabili og reiknast vextir af fyrir fram ákveðinni grunnfjárhæð sem
ekki kemur til greiðslu. Samningurinn er gerður upp á fyrir fram ákveðnum uppgjörsdegi".
212