Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 65
Við gerð staðlaðra samninga greiðir hvorugur viðsemjenda nokkra þóknun. Þegar um framtíðarlegan samning (futurekontrakt) er að ræða fer hins vegar fram daglegt uppgjör ásamt lokauppgjöri við afhendingu hins undirliggjandi verðmætis eða þegar samningurinn rennur út, eins og að ofan greinir. Til við- bótar við gengisáhættuna, sem samningsaðilar taka, verður því að gera ráð fyrir sérstakri uppgjörsáhættu á samningstímanum. Á skipulögðum tilboðsmörkuð- um er þessi áhætta að jafnaði upphafin með því að greiðslumiðstöð (clearing- sentralen) kemur inn í framtíðarlegan samning sem gagnaðili viðsemjenda á sama hátt og lýst var hér að framan varðandi valrétt með því að reikna út sér- stakt jaðarverð (marginal verdi) er samningsaðila ber að setja sem tryggingu fyrir hinum framtíðarlegu skuldbindingum sínum. Er útreikningur jaðarverðs- ins gerður á grundvelli staðlaðra reglna sem kallast SPAN-kerfi en það stendur fyrir Standard Portfolio Analysis of Risk og er það venjulega innt af hendi sem innlögn á bankareikning er hlutaðeigandi greiðsiumiðstöð fær svo jafnan hand- veð í. Eftir gerð framtíðarlegs samnings sér greiðslumiðstöðin um að fram fari útreikningur á hagnaði og tapi í lok hvers dags miðað við lokagengi hins undir- liggjandi verðmætis daginn áður en samningurinn var gerður. Hagnaður eða tap seljanda og kaupanda framtíðarlegs samnings er því gert upp daglega fyrir milligöngu greiðslumiðstöðvarinnar. Á gjalddaga framtíðarlegs vaxtasamnings afhendir seljandi svo hin undirliggjandi verðmæti og fær í staðinn uppgjör mið- að við hið fyrir fram ákveðna innlausnargengi. Víða er þó heimilt að fram- kvæma uppgjörið í formi mismunargreiðslu og fer þá engin afhending fram. Flestum framtíðarlegum samningum lýkur áður en þeir gjaldfalla með því að hlutaðeigandi aðili kaupir eða selur sams konar samning þar sem staða hans er andhverf við það sem hún var í upphaflega samningnum. Hafi maður þannig gert framtíðarlegan samning, sem kaupandi hinna undirliggjandi verðmæta, lýkur hann viðskiptunum með því að gera annan samning sem seljandi slíkra verðmæta. Hagnaður eða tap af viðskiptunum fer hins vegar eftir því hvort hin undirliggjandi verðmæti hafa hækkað eða lækkað á meðan. Dæmi 6. A, sem er fjárfestir, hefur mikla trú á því að vextir muni lækka með þeirri afleiðingu að gengi á skuldabréfum muni hækka. Til að hagnast á því kaupir hann 10 framtíðarlega vaxtasamninga og miðast samningsverðið við gengið 87,26. Fyrir þessa samninga verður A að setja 1.500.000 kr. tryggingu sem reiknuð er út á grund- velli hins svokallaða SPAN-kerfis. í lok fyrsta dags viðskiptanna er gengi skulda- bréfanna 87,28 og næstu þrjá dagana sveiflast það upp og niður eins og hér er sýnt. Á fjórða degi lýkur A svo viðskiptunum með því að gera annan sams konar samning en þá sem seljandi. Heildarfjárhæð skuldabréfanna er 10.000.000 kr. og jafngildir því hver gengisbreyting upp á 0,01 verðmætinu 1000 kr. Svigar utan um greiðslu merkja tap. 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.