Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 68
greiða viðbót eða sæta frádrætti ef vextir umræddra gjaldmiðla eru ólíkir. Þessi
viðbót eða frádráttur er ákveðinn um leið og gengisskiptasamningur er gerður
og ákvarðast af vaxtamun hlutaðeigandi gjaldmiðla. Við gjaldmiðlaskiptasamn-
ing á íslenskum krónum og þýskum mörkurn valda lægri vextir á mörkum en
krónum því að greiða þarf álag við endurgreiðslu á krónununr miðað við það
spottgengi sem lagt er til grundvallar við gerð samningsins. Hins vegar er þessu
öfugt farið ef vextir af mörkum eru hærri en af krónum. Gjaldmiðlaskiptasamn-
ingur getur því fært samningsaðilum hagnað eða tap eftir því hvert gengi gjald-
miðlanna er þegar samningurinn er gerður. Höfuðtilgangur hans er annars að
tryggja aðila ákveðið gengi sem endurgreiða skal lán í erlendum gjaldmiðli á.
Dæmi 8. Gjaldmiðlaskiptasamningur. íslenskt fyrirtæki hefur fengið 10 millj. kr. að
láni í Þýskalandi til að kaupa skip. Þegar samningurinn var gerður var gengi þýska
marksins 35,00 kr. Lánsfjárhæð í íslenskum krónum hefur því verið 350 millj. Til að
tryggja sig fyrir dýrara verði á greiðslu lánsins eftir eitt ár vegna hugsanlegrar
gengishækkunar þess gerir fyrirtækið gjaldmiðlaskiptasamning við banka sinn urn leið
og það tekur lánið. Bankinn yfirtekur því næst lánsfjárhæðina í þýskum mörkum og
lætur fyrirtækið fá samsvarandi fjárhæð í íslenskum krónum á genginu 35,00. Þegar
samningurinn er gerður eru vextir af íslenskri krónu 7,5 % en af þýskum mörkum 6%.
Lánið ber því að endurgreiða á genginu (350 rnillj. x l,075)/( 10 millj. x 1.06) x 10 =
39,88 sem þýðir að álagið, sem greiða ber til viðbótar genginu, er 39,88 - 35,00 = 4,88.
Islenska fyrirtækið þarf því að greiða 398,8 millj. fyrir 10 millj. þýskra marka er það
fékk að láni. Sé gengi þýska marksins komið í 42 kr. við lok samningstímans leiðir af
því 21.175.000 kr. spamað. Er því eftir nokkru að slægjast við gerð slíkra samninga.
Sé aðili skyldur að greiða vexti af láni sem skipst er um greiðslu á með ofan-
greindum hætti verður skiptasamningurinn sambland vaxtaskipta- og gjald-
miðlaskiptasamnings. Við gerð slíks samnings er spottgengið lagt til grundvall-
ar bæði við hin upprunalegu skipti á fjárstraumunum og endurgreiðslu lánanna.
Tekið er tillit til vaxtamunarins á gjaldmiðlunum við ákvörðun hinna mismun-
andi vaxtagreiðslna sem aðilar verða sammála um og þarf því hvorki að bæta
við né draga frá við endurgreiðslu lánsins. Oski annar aðili að gjaldmiðlaskipta-
samningi að losna við skuldbindingar sínar, áður en vaxta- eða gjaldmiðla-
skiptasamningur rennur út, er algengt að fallist sé á það gegn því að sá aðili,
sem samningurinn er orðinn óhagstæður, greiði hinum eingreiðslu í þóknun.
2.6 Áskriftarréttur (n. utstedeisesretter, e. warrants, n. fortrinsretter,
n. tegningsretter, s. interimbevis og s. delbevis)
Áskriftarréttur (n. utstedelsesretter, e. warrants23) er um margt skyldur kaup-
vali.24 Gagnstætt kaupvali er hið undirliggjandi verðmæti þó yfirleitt ekki til
23 Enska orðið warrants er ýmist notað í merkingunni áskriftarréttindi eða valréttur.
24 Sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 187; Engholm Jacobsen o.fl.; Skatteretten 1,
3. útg., bls. 603-604; Lodin o.fl.: Inkomstskatt 1, 6. útg., bls. 171; Tivéus. bls. 86 og áfram; Stefán
Már Stefánsson: Hlutafélög og einkahlutafélög, bls. Í 49-151 og 169-170.
216