Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 69
þegar samningur um áskriftarréttindi er gerður heldur aflar útgefandi þess venjulega síðar þegar eigandi nýtir rétt sinn og krefst afhendingar. Eðli áskrift- arréttar takmarkar einnig hvaða eignir geta verið undirliggjandi verðmæti. Til eru áskriftarréttindi er hafa kröfur sem undirliggjandi verðmæti. Algengast er hins vegar að hlutabréf séu notuð í þessu skyni og verður við það miðað hér á eftir. Útgefandi áskriftarréttar er því hlutafélag þegar svo stendur á. Forgangsréttur (fortrinnsret) til áskriftar að hlutabréfum veitir leyfi til að kaupa hlutabréf á formarkaði (fdrstehándsmarked), það er að segja á undan öðr- um á sama hátt og áskriftarréttur. Nauðsynlegt getur þó verið að halda þessu tvennu aðgreindu því að ekki er víst að skattlagning réttindanna sé eins. Þannig veitir áskriftarréttur handhafa rétt til að krefjast þess að hlutafélag hækki hlutafé sitt með útgáfu nýrra hluta. Forgangsrétt er hins vegar ekki unnt að nýta fyrr en hlutafélag hefur tekið ákvörðun um hlutafjárhækkun. Eigandi hans getur því ekki krafist þess að hlutafélag hækki hlutafé sitt. Á réttindum þessum er einnig sá munur að áskriftarréttur hvílir á samkomulagsgrundvelli en í lögum er ákveðið hverjir hafa forgangsrétt. Þá er gildistími áskriftarréttar tiltölulega langur og fyrir útgáfu hans er unnt að krefjast þóknunar. Greina má á milli áskriftarréttar, sem er tengdur öðrum eignum svo sem kröf- um og hlutabréfum, og áskriftarréttar sem getur staðið einn sér. Skiptiskulda- bréf (konvertibel skuldebrev) er dæmi um samband áskriftarréttar og kröfu. Samband áskriftarréttar og hlutabréfa kallast hins vegar áskriftarréttarhlutabréf (tegningsrettsaktier). Áskriftarréttindi, sem eru tengd skuldabréfum og hluta- bréfum, er unnt að skilja frá þeim með skiptingu skuldabréfsins og hlutabréfs- ins. Einnig getur áskriftarréttur verið sjálfstæð eign frá útgáfudegi. I saman- burði við mörg önnur lönd eru möguleikar til útgáfu áskriftarréttar hér á landi tiltölulega takmarkaðir. Skal nú gerð grein fyrir þeim. í hlutafélagalögum er heimilt að gefa út tvenns konar áskriftarréttindi. Er fyrri heimildina að finna í 48. gr. HLU og samkvæmt henni getur hluthafa- fundur heimilað félagsstjórn að taka skuldabréfalán er veiti lánardrottni rétt til að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hlut í því enda ákveði hann samtímis í samræmi við 41. gr. að heimila félagsstjórn að framkvæma nauðsynlega hluta- fjárhækkun. Óski hluthafi að nýta sér þennan rétt verður hann því að umbreyta allri kröfunni í hluti. Er því ekki heimilt að skipta hluta hennar í hluti og fá endurgreitt með vöxtum í reiðufé það sem eftir er. Þá sýnist ekki heldur heimilt að skilja áskriftarréttinn og kröfuna í sundur. Er því ekki unnt að selja hann sérstaklega. Notkun áskriftarréttar, sem er tengdur kröfu samkvæmt 48. gr. HLU, er því bundin við endurgreiðslu skuldarinnar eða umbreytingu hennar í hlutabréf. Er hann því dæmi um rétt sem er tengdur annarri eign sem er úti- standandi krafa í þessu tilviki. Síðara dæmið um áskriftarrétt, er hlutafélagalög hafa að geyma ákvæði um, er hins vegar að finna í 45.-46. gr. HLU og sá áskriftarréttur sem þar um ræðir getur staðið einn sér. Réttinn er hins vegar aðeins heimilt að gefa út samtímis ákvörðun um hlutafjárhækkun og af ákvæðinu verður ekkert ráðið hvort heimilt 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.