Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 71
sjálfstætt rannsóknarefni hvaða afleiðingu sérsköttun afleiðu hefur á skattlagn- ingu þess. Við samsköttun (integrert beskatning) eru tekjur af afleiðu hins vegar gerðar upp saman með hinu undirliggjandi verðmæti samkvæmt þeim reglum sem um það gilda. Til að átta sig á muninum á þessu hvorutveggja er gott að taka dæmi um valkaup á hlutabréfum. Dæmi 9. Valkaup á hlutabréfum. Hlutaval (aktieoption). A er eigandi valréttar sem veitir honum rétt til að kaupa hlutabréf í hátæknifyrirtækinu X hf. fyrir 1.000.000 kr. Fyrir valréttinn greiðir A 50.000 kr. Skömmu eftir kaupin gerir fyrir- tækið uppgötvun sem veldur hækkun á eignarhlutanum. Þegar hann er kominn upp í 1.200.000 kr. nýtir A valréttinn og krefst afhendingar bréfanna. Hálfu ári síðar selur hann hlutabréfín og er verð þeirra þá komið í 1.500.000 kr. Við sérsköttun eru valrétturinn og hlutabréfin skattlögð sér. Af þeim sökum er litið svo á að A hafi hlotnast 150.000 kr. í tekjur af valréttinum sem fundnar eru þannig: ((1.200.000-1.000.000) - 50.000) og 300.000 kr. í tekjur af sölu hlutabréfanna sem fundnar eru þannig: (1.500.000-1.200.000). Heildartekjur A af valréttinum og hluta- bréfunum eru því 450.000 kr. Við samsköttun eru valrétturinn og hlutabréfin hins vegar skattlögð saman. Hagn- aður af sölu þeirra er því 1.500.000 -(1.000.000 + 50.000) eða 450.000 kr. sem er sama fjárhæð og þegar sérsköttun er beitt. Hvað þýðir þetta í raun? Við sérsköttun er eigandi/útgefandi skattlagður við lok samnings, það er að segja á sama tíma í báðum tilvikum, en við samsköttun er útgef- andi skattlagður þegar eigandi nýtir sér kauprétt eða sölurétt sinn, en eigandi ekki fyrr en við sölu hins undirliggjandi verðmætis, það er að segja hvor á sínum tíma. Séu þeir hvor á sínu ári verður það til þess að eigandi getur dreift tekjum af afleiðu á tvö ár.27 Við sérsköttun er enn fremur óvíst hvort unnt sé að jafna tapi á hluta- bréfum á móti hagnaði af valrétti og öfugt þar sem ekki er sjálfgefið að um sams konar eignir í merkingu 23. gr. SL sé að ræða. í gildandi skattalögum er ekki að finna neitt óyggjandi svar við spurningunni hvort afleiður skuli skattlagðar sér eða saman með hinum undirliggjandi verð- mætum. Þá er ekki heldur kunnugt um að fjallað hafi verið um skattlagningu þeirra í dóma- eða skattframkvæmd. Til að svara spumingunni verður því að fikra sig áfram í rólegheitum og í því sambandi getur verið gagnlegt að skoða nokkur tilvik þar sem sérsköttun er óhjákvæmileg eða óhugsandi eða ekki fram- kvæmanleg og kanna hvort af þeim er unnt að draga nokkrar almennar reglur. Vegna eðlis afleiðna má finna nokkur tilvik þar sem sérsköttun verður að fara fram. Gildir það einkum þegar hið undirliggjandi verðmæti afleiðunnar er þannig að það hindrar samsköttun. Sem dæmi um það má nefna ákvæðissamn- ing (terminskontrakt) er hefur vexti sem undirliggjandi verðmæti, t.d. LIBOR- vexti á bandarískum dollar. Slíkir vextir teljast ekki eign eða réttarsamband sem 27 Athugið að ekki er víst að þetta eigi við þegar ura ákvæðissamninga er að ræða því að þeir eru í eðli sínu kaupsamningar. 219
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.