Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 73
samning og er hún því vart framkvæmanleg. Hugsanleg lausn er því að láta
skattlagninguna fara allsendis eftir því hverjar afleiðingar hlutaðeigandi samningur
hefur í raun. Leiði hann til afhendingar hins undirliggjandi verðmætis ber að beita
samsköttun en sérsköttun í öllum öðrum tilvikum óháð því hvort fyrir samn-
ingsaðilum hafí vakað að ljúka viðskiptum sínum með mismunargreiðslu við
samningsgerðina eða ekki. Við skattlagningu þarf því aðeins að skoða hvort af-
leiðusamningur hefur leitt til afhendingar hins undirliggjandi verðmætis eða ekki
og er það mikill tímaspamaður fyrir skattyfirvöld. Beri að skattleggja afleiðu sam-
an með hinu undirliggjandi verðmæti lýtur hún sömu reglum og það. Svo að dæmi
sé tekið skattleggst afleiðan af þeim sökum eins og hlutabréf ef hið undirliggjandi
verðmæti er hlutabréf, sem krafa ef hið undirliggjandi verðmæti er skuldabréf
o.s.frv. Fari afhending ekki fram og sérsköttun skal beita þarf hins vegar að ákveða
hvemig skuli gera upp tekjur af afleiðunni og skattleggja þær. Verður það gert í
næstu tveimur köflum. Til grandvallar þeim liggur því að afleiða sé sjálfstæð eign.
3.3 Launatekjur og skyldar tekjur eða fjármagnstekjur
í atvinnurekstri fylgja allar tekjur sama tekjuskattsstofni en af því leiðir að
skattur af þeim er ávallt hinn sami óháð því af hvaða tegund þær eru.29 Hjá ein-
staklingum aftur á móti sæta laun og skyldar tekjur annars vegar og fjármagns-
tekjur hins vegar ólíkri skattlagningu. Þannig er skattur af launum og skyldum
tekjum eftir atvikum 38,76% eða 43,76% en af fjármagnstekjum 10%. Miklu
máli skiptir því að vita hvers eðlis tekjur em af afleiðum sem teljast sjálfstæðar
eignir samkvæmt ofansögðu. í skattalögum er fjallað um laun og skyldar tekjur
í A-lið 7. gr. en um fjármagnstekjur í C-lið umræddrar greinar. Þessi skipting er
þó ekki alveg hrein. T.d. tekur 4. tl. A-liðar 7. gr. SL m.a. til tekna af vinningum
í veðmálum sem í eðli sínu em fjármagnstekjur. Einn tilgangurinn með gerð
afleiðusamninga er einmitt að veðja á gengishækkun hinna undirliggjandi
verðmæta síðar meir og væri því ekki óeðlilegt að líta á afraksturinn sem vinn-
ing í veðmáli. Þannig var þessu t.d. farið um ákvæðissamninga í Danmörku
áður en lög voru sett um skattlagningu þeirra.30 Skal ekki þvertekið fyrir að svo
geti einnig verið hér á landi. Það sem ræður því er þó ekki eðli teknanna heldur
uppgjörsmáti. Ákvæði 4. tl. A-liðar 7. gr. SL fjallar um skattlagningu heildar-
tekna og er það því umfram allt brúttóákvæði. Um frádrátt frá slíkum tekjum
gilda hins vegar ákvæði 3. mgr. 30. gr. SL.31 Takmarkast frádrátturinn við bein-
29 En auðvitað skattleggjast þær með mismunandi hlutfalli eftir þvf hvaða form er á rekstri hlutað-
eigandi fyrirtækis.
30 Engholm Jacobsen o. fl.: Skatteretten 1, 3. útg., bls. 625.
31 Akvæði þetta er svohljóðandi: „Hafi maður beinan kostnað við öflun annarra tekna en tekna skv.
1. tl. A-liðs (sic) 1. mgr. 7. gr., án þess að hún verði talin falla undir atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi, skulu ákvæði 1. mgr. 1. tl. 31. gr. samt sem áður gilda um slfkan kostnað eftir því sem
við á, þó ekki ákvæðin um vexti af skuldum, afföll, gengistöp og fyrningu eigna. Kostnaður þessi
leyfist eingöngu til frádráttar sams konar tekjum og hann gekk til öflunar á, og má frádráttur hvers
árs aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur þeim tekjum sem hann leyfist til frádráttar".
221