Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 76
Áskriftarréttur, sent getur staðið einn, er skyldur valrétti og er því ekki
ástæða til að ætla að hann muni verða skattlagður öðruvísi en valrétturinn. Ber
því að skattleggja hann sérstaklega sent sjálfstæða eign samkvæmt hagnaðar-
kerfi. Sé áskriftarrétturinn tengdur annarri eign, kröfu eða hlutabréfi, raunveru-
lega eða réttarlega, er hins vegar vafasamt hvort beita eigi samsköttun eða sams
konar skattareglum og gilda um þá eign sem hann er tengdur. Sérstök vandamál
geta auk þess komið upp við aðskilnað réttindanna frá þeirri eign sem þau eru
tengd þar sem kaupverð þeirra er ekki sérgreint við afhendingu. Við sölu á
áskriftarréttindunum þarf því ætíð að spyrja sig hvað hið undirliggjandi verð-
mæti hefði kostað ef réttindin hefðu ekki fylgt með og draga svo það verð frá
því sem skattaðili greiddi fyrir heildarpakkann.
4. ÁKVÖRÐUN SKATTSKYLDRA TEKNA AF EINSTÖKUM
AFLEIÐUM
4.1 Afhending fer fram
í 3. kafla var kornist að þeirri niðurstöðu að skattleggja bæri afleiður saman
með undirliggjandi verðmæti ef afhending fer fram. Er afleiðan því ekki skatt-
lögð sérstaklega þegar svo stendur á. I samræmi við almennar reglur um að
koma í veg fyrir tvísköttun bætist kostnaður við hana þess vegna við stofnverð
hins undirliggjandi verðmætis og skattleggst samkvæmt sömu reglum og gilda
um það sem mismunur á söluverði og upphaflegu kaupverði, sbr. dæmi 11 hér
að framan.34 Hagnaður eða tap af sölu eignar, sem keypt hefur verið með af-
leiðu, telst því munur á söluverði og upphaflegu kaupverði að viðbættum af-
leiðukostnaðinum. Innifalið í söluverðinu eru m.a. hækkun eða lækkun á verð-
mæti eignarinnar frá gerð afleiðusamningsins. Með afleiðukostnaði er hins veg-
ar aðallega átt við beinan kostnað svo sem þóknun vegna kaupa á kaupvali eða
söluvali.35 Á hinum Norðurlöndunum skattleggst munur á söluverði og kaup-
verði krafna að jafnaði sem hagnaður eða tap. Hér á landi telst hann hins vegar
afföll. Séu hin undirliggjandi verðmæti afleiðu kröfur skattleggjast afleiðutekj-
urnar/-gjöldin því sem vextir. Er mikilvægt að hafa þetta í huga vegna þess að
mismunandi reglur gilda um skattlagningu söluhagnaðar/-taps og vaxtatekna/-
gjalda. Þetta þarf hins vegar ekki að vera svo þegar alhending fer ekki fram, sbr.
kafla 4.2 hér á eftir.
4.1.1 Tímafærsla þegar afhending fer fram
Hagnaður af sölu eignar telst til tekna þegar kaupsamningur hefur verið
34 Sbr. Engholm Jacobsen o. fl.: Skatteretten 1,1. útg., bls. 549-550. Hér á landi hefur þessi regla
hlotið staðfestingu í 3. gr. laga nr. 86/2000 um breyting á 3. málsl. 2. mgr. 17. gr. SL en hún hljóðar
svo: „Kaupverð hlutabréfa sem seljandi hefur eignast vegna kaupréttar skv. 8. gr. A skal ákvarðast
jafnt gangverði því sem lagt var til grundvallar við ákvörðun tekna samkvæmt því ákvæði".
35 Sbr. 20. gr. SL.
224