Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 78
Við gerð samningsins skuldbindur seljandi sig til að selja hlutabréfin og er
samningurinn því endanlegur. Þar sem skattleggja ber seljanda eins og hann
hafi selt hlutabréf í þessu tilviki telst hagnaður hans mismunur á 200.000 kr.
söluverði bréfanna og 150.000 kr. markaðsverði við gerð ákvæðissamningsins
eða raunverulegu kaupverði hans hafi hann átt bréfin fyrir.41 Af sölu hlutabréf-
anna telst hann því hafa að lágmarki hagnast um 50.000 kr. í tekjur.
Eigi seljandi ekki bréfin þarf hann að afla þeirra og er það venjulega gert
með því að gera kaupvalssamning við annan aðila sem veitir seljanda rétt til að
kaupa sams konar hlutabréf. Við það verður hann fyrir kostnaði og er venjulegt
að kaupandi greiði hann í formi sérstaks ákvæðisálags (d. terminstillæg, e. basis
eða cost of cairy) til viðbótar við hlutabréfin.42 Ákvæðisálagið telst því til sölu-
verðs hjá seljanda og kaupverðs hjá kaupanda.
Tryggi seljandi sér kaup á hlutabréfum í ofangreindu dæmi á genginu 150 til
afhendingar 1. mars með valréttinum helst skattlagning hans óbreytt. Sérstök
vandamál geta hins vegar komið upp hafi gengisbreyting orðið í millitíðinni.
Þannig má telja víst að hann skuldi ríkinu skatt ef gengið er lægra en á móti á
hann inni hjá því ofgreiddan skatt ef gengið er hærra.43 í báðum tilvikum er því
óhjákvæmilegt að endurákvarða skatta seljanda og er það erfitt verk. Við lög-
festingu sérreglna um ákvæðissamninga er því almennt kveðið svo á að hagnað
eða tap af þeim beri að gera upp sem sjálfstæðar eignir við afhendingu.
4.2 Afliending fer ekki fram
4.2.1 Almennt
Enn fremur var það niðurstaða í 3. kafla að skattleggja beri afleiðu sér sem
sjálfstæða eign samkvæmt hagnaðar-/tapskerfi ef afhending hins undirliggjandi
verðmætis fer ekki fram. Er afleiðan þess vegna gerð upp sérstaklega þegar svo
stendur á, óháð hinu undirliggjandi verðmæti og í því sambandi er eingöngu
horft til hinna raunverulegu lykta hlutaðeigandi samnings. Verður nú athugað
hvernig gera beri upp tekjur af einstökum afleiðusamningum hjá útgefanda/selj-
anda og eiganda/kaupanda. Þessu næst verður svo skattlagningin skoðuð.
4.2.2 Valréttur, almennir ákvæðissamningar og áskriftarréttur
Ákvörðun skattskyldra tekna, það er hagnaðar og taps af valrétti, telst munur
á söluverði (utgangsverdi) og kaupverði (inngangsverdi). Eins og endranær
telst söluverð eiganda kaupverð útgefanda og kaupverð eiganda söluverð útgef-
4] í þessu sambandi er horft fram hjá hugsanlegu ákvæðisálagi vegna kaupvals á sams konar
bréfum hafi ákvæðissali ekki átt hlutabréfin fyrir.
42 Sbr. bls. 211 hér að framan.
43 Þegar þessi vandamál eru virt er skiljanlegt hvers vegna Danir settu það skilyrði fyrir sam-
sköttun í þessu tiiviki í Betænkning nr. 1139/1988 ont Beskatning af ftnansielle instrumenter að
seljandi ætti hlutaðeigandi eign þegar ákvæðissamningur er gerður.
226