Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 80

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 80
sem eigandi á rétt á að kaupa hin undirliggjandi verðmæti fyrir og markaðsverði þeirra er hann nýtir réttinn. Nýti eigandi ekki valrétt sinn heldur lætur hann falla niður án þess að krefjast mismunargreiðslu er kaupverð bæði kaupvals og söluvals ætíð 0 kr. Hagnaður útgefanda, þegar svo stendur á, er því jafn og þóknuninni nemur. í tilvikum þar sem skráðum valrétti er lokað sjálfkrafa af hlutaðeigandi greiðslumiðlun gegn þóknun er þó vafasamt hvort ekki eigi að líta á hana sem kaupverð. Hliðstæðar reglur gilda um ákvörðun hagnaðar og taps af ákvæðissamning- um og áskriftarréttindum sem standa ein sér. Minna ber þó á að þóknun er ekki greidd við gerð ákvæðissamninga. Hins vegar er algengt að ákvæðisseljandi áskilji sér ákvæðisálag (terminstillæg) vegna valkaupa á sams konar eign og seld er framvirkt til að tryggja sig fyrir hugsanlegu tapi og telst hagnaður eða tap hans því munurinn á samtölu ákvæðisálagsins og ákvæðisverðsins annars vegar og markaðsverðsins hins vegar. Dæmi 15. Ákvæðiskaup á eldsneyti. Afhending undirliggjandi verðmæta fer ekki fram. Mismunargreiðsla. 1. nóv. gerir A verktaki ákvæðissamning við B urn að hann selji sér 100.000 lítra af hráolíu á verðinu 60 kr. lítrann til afhendingar 1. maí. Umsamdir vextir eru 12% svo að ákvæðisverðið er 6.360.000 kr. I janúar brestur á stríð við Persaflóa og veldur það 40% hækkun hráolíuverðsins. 1. maí er B á að afgreiða farminn er verð hans því komið í 8.400.000 kr. Beinn hagnaður A af viðskiptunum er því 2.040.000 kr. Til að tryggja sig fyrir hugsanlegu tapi gerir A kaupvalssamning um 100.000 lítra af hráolíu til afhendingar 1. maí á 6.360.000 kr. Vegna þessa krefur hann B um 250.000 kr. ákvæðisálag. Hagnaður (eða tap) A á viðskiptunum í ofangreindu dæmi er því (250.000 + 6.360.000 kr.) - 8.400.000 kr. = 1.790.000 kr. Hjá B er þetta hins vegar öfugt: 8.400.000 kr. - (6.360.000 kr. + 250.000) = 1.790.000 kr. Eins og þegar um valrétt er að ræða er samtala hagnaðar eða taps seljanda og hagnaðar eða taps kaupanda jafnt og 0 kr. Viðskiptin eru því ávallt samkvæm (assymmetrisk). 4.2.3 Staðlaðir ákvæðissamningar og skiptasamningar Framvirkir vaxtasamningar eru gerðir upp sem munur tveggja breytistærða sem geta t.d. verið vextir, gengi o.fl. Á sama hátt eru vaxta- og gjaldmiðla- skiptasamningar gerðir upp sem munur á tveimur greiðslustraumum. I báðum tilvikum ræðst hagnaður eða tap skattaðila af þeim sökum af því hvort hann greiðir meira en hann veitir viðtöku. 4.2.4 Skattlagning 4.2.4.1 Almennt Hér að framan var fjallað um uppgjör einstakra afleiðusamninga sem sjálf- stæðra eigna. Hið eina sem eftir er að ákveða er því eftir hvers konar eigna- flokki beri að skattleggja þá en það skiptir máli vegna þess að eignir í skatta- 228
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.