Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 84

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 84
leggst á heildartekjur án nokkurs frádráttar.49 Mega þeir því ekki draga neinn kostnað frá þeim. Þessu er hins vegar öfugt farið hjá fyrirtækjum. Tekjur er þeim hlotnast teljast atvinnurekstrartekjur og er skattur af þeim nettóskattur. Verði fyrirtæki fyrir kostnaði við öflun tekna geta þau af þeim sökum dregið hann frá tekjum sem rekstrarkostnað.50 Hafa ber þó í huga að með tekjum í þessu sambandi er einkum átt við reglulegai' tekjur af sölu á vöru og þjónustu sem skattskyldar eru samkvæmt B-lið 7. gr. SL. Kostnað sem gengur til að afla eigna er því almennt óheimilt að draga frá tekjum heldur ber að eignfæra hann. Þessi aðgreining á milli tekjuaflandi og eignaaflandi kostnaðar tekur þó ekki til vaxta. Má því jafnt draga þá frá tekjum hvort sem þeir ganga til að afla tekna eða eigna. 7. EIGNARSKATTLAGNING Við gerð valréttarsamninga, sem ólokið er í árslok, ber útgefanda að eignfæra þóknunina sem fyrir fram innheimtar tekjur. Á sama hátt ber eiganda að skuld- færa þóknunina sem fyrir fram greidd útgjöld. Engin heimild er til að gjaldfæra eða tekjufæra tekjur og gjöld sem yfirgnæfandi líklegt er að skattaðila muni hlotnast eða verða fyrir í árslok en greiða á eftir áramót tiltekins árs.51 Hvað eignarskattsskyldu annarra afleiðusamninga varðar sýnist hins vegar bera að miða eignfærsluna eða skuldfærsluna við raunverulegt efni hlutaðeigandi samn- ings. Stafar það af því að slíkir samningar eru oftast skuldbindandi fyrir aðila þegar við undirskrift. Sé um að ræða almennan ákvæðissamning sem gerir ráð fyrir afhendingu hinna undirliggjandi verðmæta eftir áramót einhvers árs ber seljanda því að skuldfæra þau en kaupanda að eignfæra. Eins er þessu farið um framtíðarlega vaxtasamninga. Semji aðilar hins vegar um mismunargreiðslu ber aðeins að eignfæra eða skuldfæra fjárhæð sem til hennar svarar. 8. SKATTLAGNING AFLEIÐUVIÐSKIPTA í FRAMKVÆMD Skattalög hafa ekki að geyma neinar reglur um skattlagningu afleiðuvið- skipta eins og sagði hér að framan. Engai' leiðbeiningarreglur hafa heldur verið settar af skattyfirvöldum um skattlagningu þeirra. Þá er ekki kunnugt um neina úrskurði, þar á meðal bindandi álit, sem fallið hafi um efnið. Er því ekki gott að segja hvernig einstaklingar og fyrirtæki, er stunda afleiðuviðskipti, telja þau fram. Leiði afleiðusamningur til afhendingar á undirliggjandi verðmætum má þó telja öruggt að afleiðan sé gerð upp og skattlögð saman með henni. Er fram- kvæmdin því í samræmi við gildandi lög. Fari afhending ekki fram er skattlagn- ingin hins vegar óvissari. Almennt má þó telja víst að hugmyndin um að afleið- ur teljist sjálfstæðar eignir, sem gera eigi upp samkvæmt hagnaðar-/tapskerfi, 49 Sbr. 3. mgr. 1. tl. 1. mgr. B-liðar 30. gr. SL. 50 Sbr. 1. mgr. 1. tl. 31. gr. SL. 51 Um þessi vandamál í Noregi sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 209-216. 232
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.