Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 85
séu framteljendum, þar á meðal löggiltum endurskoðendum og bókhöldurum
sem annast slíka vinnu í atvinnuskyni, tiltölulega framandi og að þeir hafi því
valið afraksturskerfi við uppgjörið, enda gefur það rýmri frádráttarrétt.52 Leiði
afleiða ekki til afhendingar hinna undirliggjandi verðmæta eru tekjur og gjöld
af henni því gerð upp sem vextir í framkvæmd. Þegar einstaklingar eiga í hlut
innheimta sum verðbréfafyrirtæki því staðgreiðsluskatt af þeim. I því tilviki er
þó ekki um að ræða brúttóskatt, eins og vera ber samkvæmt lögum, heldur
nettóskatt þar sem afleiðukostnaður er dreginn frá tekjunum áður en skatturinn
er reiknaður. Gera verður ráð fyrir að skattyfirvöldum sé kunnugt um hvemig
framkvæmdin er og þurfa skattaðilar því almennt ekki að óttast að verða að
sæta endurákvörðun á sköttum vegna þess að hún stangist á við lög. Hins vegar
geta þeir auðvitað ekki reist neinn framtíðarlegan rétt á framkvaemdinni og
reynslan sýnir að vissara er að fara varlega í sakirnar því að skattyfirvöld em
oft ótrúlega fljót að skipta um skoðun án þess að hirt sé um að tilkynna það.53
Ríður því mjög á að sem fyrst verði farið að huga að lagasetningu um afleiður
svo að einstaklingar og fyrirtæki séu ekki lengur í vafa um skattlagningu þeirra.
9. STARFSMANNAHLUTABRÉF
9.1 Inngangur
Fyrirtæki sem eru að hefja starfsemi skortir oft fé til að keppa við eldri og
rótgrónari fyrirtæki um hæfa starfsmenn. Ef um hlutafélag er að ræða er stund-
um gripið til þess ráðs að gefa þeim kost á að kaupa hlutabréf í félaginu. Með
því vinnst tvennt. í fyrsta lagi tekst fyrirtækinu að halda í starfsmennina og í
annan stað að gera þá ábyrga gagnvart framtíðaráformum fyrirtækisins sem er
að láta framleiðslu afurða sinna heppnast. Mjög sjaldgæft er að hlutabréf í slík-
um félögum hafi markaðsverð vegna takmarkana á viðskiptum með þau og ber
því að miða söluverð þeirra við bókfært verðmæti eigin fjár þess. Greiði starfs-
maður minna fyrir þau en því verði nemur bar samkvæmt áður gildandi skatta-
lögum að skattleggja mismuninn hjá honum sem laun með 38,76% eða eftir
atvikum 43,76% skatti. Vegna takmarkana á heimild starfsmanna til að selja
slík bréf var það gagnrýnt þar sem talið var að með því móti kynni þeim að
verða gert að greiða skatt af tekjum sem óvíst væri hvort þeim myndu hlotnast.
Leiddi það til þess að ákveðið var með lögum nr. 86/2000 að færa tímafærslu
skattlagningarinnar frá nýtingu til sölu og að skattleggja hagnað af slíkum bréf-
52 Sbr. kaflann um frádráttarbærni taps af afleiðuviðskiptum he'r að framan.
53 Sem dæmi þessa má nefna stofnun einkahlutafélags um einstaklingsrekstur með yfirfærslu á
eignum er heimiluð var á bókfærðu verði allt til 1998 er mönnum varð ljóst að fjármagnstekju-
skattslögin sköpuðu möguleika til að umbreyta háskattlögðum atvinnurekstrartekjum í lágskatt-
lagðar fjármagnstekjur. Sbr. verklagsreglur ríkisskattstjóra, dags. 4. desember 1997, um stofnun
einkahlutafélags með yfírtöku einstaklingsreksturs, svo og um slit annarra fyrirtækjaforma er ekki
falla undir 56. gr. og 57. gr. laga nr. 75/1981. Um framkvæmdina fyrir þann tíma sjá Ásmund G.
Vilhjálmsson: Skattaréttur 3, bls. 744.
233