Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 86
um sem fjármagnstekjur. Er kveðið á um nánari skilyrði þessa í 8. gr. B SL, og
þar sem kaup á slíkum bréfum hafa ýmislegt sameiginlegt með valréttarsamn-
ingum þykir rétt að gera grein fyrir efni þeirra hér.54
9.2 Kaup á hlutabréfum samkvæmt kauprétti55
9.2.1 Launatekjuskattlagning
Um skattlagningu manns vegna kaupa á hlutabréfum samkvæmt kauprétti í
hlutafélagi sem hann starfar hjá er fjallað í 8. gr. A SL. Með kauprétti er hér átt
við samning milli hlutafélags og starfsmanns sem veitir starfsmanninum rétt til
að krefjast þess af hlutafélaginu að það selji honum hlutabréf í sér.56 í eðli sínu
er því um hlutabréfakaupvalsréttarsamning (n. aktieoption, e. stockoption) að
ræða og er tilgangur umrædds ákvæðis því umfram allt að kveða á um sérskatt-
lagningu hans sem launatekna er starfsmaður nýtir sér valréttinn ef ekki er full-
nægt skilyrðum 8. gr. B SL. Hins vegar kemur hvergi fram í ákvæðinu í hverju
sú nýting skuli vera fólgin og er því ekki vitað hvort krafist er afhendingar, það
er kaupa á hinum undirliggjandi verðmætum á valréttarverðinu eða hvort mis-
munargreiðsla má fara fram. Heldur virðist afhending þó vera líklegri kostur.
Af sérskattlagningu kaupa starfsmanna á hlutabréfum samkvæmt kauprétti
leiðir að óheimilt er að fresta skattlagningu kaupvals (kpboption) starfsmanna
á hlutabréfum í hlutafélagi sem þeir starfa hjá þar til hin undirliggjandi verð-
mæti eru seld. Þess í stað ber að skattleggja valréttinn sér sem sjálfstæða eign
og eru tekjur af honum gerðar upp samkvæmt hagnaðarkerfi sem mismunur á
gangverði og valréttarverði hjá starfsmanninum en sem mismunur á valréttar-
verði og gangverði hjá hlutafélaginu. Með gangverði er átt við skráð markaðs-
verð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði þegar kaupréttur er nýttur. Ef
hlutabréf í félagi eru ekki skráð í kauphöll skal miða við gangverð þeirra í við-
skiptum, annars bókfært verð eigin fjár samkvæmt síðasta endurskoðaða árs-
reikningi eða árshlutareikningi viðkomandi félags.
Það verð sem skilgreint er í ákvæðinu sem tekjur er í raun söluverð (utgangs-
verdi) valréttar í hendi eiganda, það er starfsmanns í þessu tilviki. Ekkert er hins
vegar fjallað um kaupverðið (inngangsverdi) hjá honum sem er jafngilt þókn-
uninni í venjulegum valréttarsamningum. Er því fullkomin óvissa um frá-
dráttarbæmi þess. Munurinn á gangverði og valréttarverði skattleggst sem laun
hjá starfsmanni samkvæmt 1. tl. A-liðar 7. gr. SL og er það í samræmi við al-
54 Sbr. 2. gr. laga nr. 86/2000.
55 Nánar um efnið sjá Indriða H. Þorláksson: „Hiutabréfavalsréttur“, Tíund, fréttablað RSK, maí
2000, bls. 20; „Leiðbeiningar um áætlanir fyrirtækja sem veita starfsmönnum kauprétt á hlutabréf-
um og staðfestingu ríkisskattstjóra á þeim“. Birt á heimasíðu RSK; Gunnar Rafn Einarsson:
„Kaupréttur hlutabréfa", Tíund, fréttablað RSK, ágúst 2000, bls. 7; Vala Valtýsdóttir: „Skatt-
lagning á kauprétti hlutabréfa", FLE-fréttir, sept. 2000; Guðrún Björk Bjarnadóttir: „Leiðbein-
ingar ríkisskattstjóra varðandi kaupréttaráætlanir fyrirtækja", Lögmannablaðið, des. 2000, bls. 10.
56. Um skilgreiningu á kauprétti, sjá Gauk Jörundsson: Eignaréttur II, bls. 227.
234