Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 86

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 86
um sem fjármagnstekjur. Er kveðið á um nánari skilyrði þessa í 8. gr. B SL, og þar sem kaup á slíkum bréfum hafa ýmislegt sameiginlegt með valréttarsamn- ingum þykir rétt að gera grein fyrir efni þeirra hér.54 9.2 Kaup á hlutabréfum samkvæmt kauprétti55 9.2.1 Launatekjuskattlagning Um skattlagningu manns vegna kaupa á hlutabréfum samkvæmt kauprétti í hlutafélagi sem hann starfar hjá er fjallað í 8. gr. A SL. Með kauprétti er hér átt við samning milli hlutafélags og starfsmanns sem veitir starfsmanninum rétt til að krefjast þess af hlutafélaginu að það selji honum hlutabréf í sér.56 í eðli sínu er því um hlutabréfakaupvalsréttarsamning (n. aktieoption, e. stockoption) að ræða og er tilgangur umrædds ákvæðis því umfram allt að kveða á um sérskatt- lagningu hans sem launatekna er starfsmaður nýtir sér valréttinn ef ekki er full- nægt skilyrðum 8. gr. B SL. Hins vegar kemur hvergi fram í ákvæðinu í hverju sú nýting skuli vera fólgin og er því ekki vitað hvort krafist er afhendingar, það er kaupa á hinum undirliggjandi verðmætum á valréttarverðinu eða hvort mis- munargreiðsla má fara fram. Heldur virðist afhending þó vera líklegri kostur. Af sérskattlagningu kaupa starfsmanna á hlutabréfum samkvæmt kauprétti leiðir að óheimilt er að fresta skattlagningu kaupvals (kpboption) starfsmanna á hlutabréfum í hlutafélagi sem þeir starfa hjá þar til hin undirliggjandi verð- mæti eru seld. Þess í stað ber að skattleggja valréttinn sér sem sjálfstæða eign og eru tekjur af honum gerðar upp samkvæmt hagnaðarkerfi sem mismunur á gangverði og valréttarverði hjá starfsmanninum en sem mismunur á valréttar- verði og gangverði hjá hlutafélaginu. Með gangverði er átt við skráð markaðs- verð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði þegar kaupréttur er nýttur. Ef hlutabréf í félagi eru ekki skráð í kauphöll skal miða við gangverð þeirra í við- skiptum, annars bókfært verð eigin fjár samkvæmt síðasta endurskoðaða árs- reikningi eða árshlutareikningi viðkomandi félags. Það verð sem skilgreint er í ákvæðinu sem tekjur er í raun söluverð (utgangs- verdi) valréttar í hendi eiganda, það er starfsmanns í þessu tilviki. Ekkert er hins vegar fjallað um kaupverðið (inngangsverdi) hjá honum sem er jafngilt þókn- uninni í venjulegum valréttarsamningum. Er því fullkomin óvissa um frá- dráttarbæmi þess. Munurinn á gangverði og valréttarverði skattleggst sem laun hjá starfsmanni samkvæmt 1. tl. A-liðar 7. gr. SL og er það í samræmi við al- 54 Sbr. 2. gr. laga nr. 86/2000. 55 Nánar um efnið sjá Indriða H. Þorláksson: „Hiutabréfavalsréttur“, Tíund, fréttablað RSK, maí 2000, bls. 20; „Leiðbeiningar um áætlanir fyrirtækja sem veita starfsmönnum kauprétt á hlutabréf- um og staðfestingu ríkisskattstjóra á þeim“. Birt á heimasíðu RSK; Gunnar Rafn Einarsson: „Kaupréttur hlutabréfa", Tíund, fréttablað RSK, ágúst 2000, bls. 7; Vala Valtýsdóttir: „Skatt- lagning á kauprétti hlutabréfa", FLE-fréttir, sept. 2000; Guðrún Björk Bjarnadóttir: „Leiðbein- ingar ríkisskattstjóra varðandi kaupréttaráætlanir fyrirtækja", Lögmannablaðið, des. 2000, bls. 10. 56. Um skilgreiningu á kauprétti, sjá Gauk Jörundsson: Eignaréttur II, bls. 227. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.