Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 90
10.2 Danmörk
I Danmörku er gildandi reglur um skattlagningu afleiðna að finna í sjötta
kafla gengishagnaðarskattalaganna frá 1998.64 Ber hann yfirskriftina Finansi-
elle kontrakter og inniheldur fimm greinar frá og með 29. gr. til og með 33. gr.
I 29. gr. er kveðið á um skattskyldu hagnaðar og taps af ákvæðissamningum
(terminskontrakter) og kaup- og söluréttarsamningum hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum. Með ákvæðissamningi er átt við samning á milli tveggja aðila um
afhendingu á ákveðinni eign gegn föstu umsömdu verði eftir tiltekinn tíma. Hér
til teljast bæði venjulegir og staðlaðir ákvæðissamningar svo sem framtíðarlegir
(futures) og framvirkir (forwards) samningar, þar með taldir framtíðarlegir
(rentefutures) og framvirkir vaxtasamningar (forwai'd rate agreements). Með
kaup- og söluréttarsamningum er hins vegar einkum átt við valréttarsamninga
(option) og áskriftarréttindi (warrants) að þegar útgefnum hlutabréfum og kröf-
um.
Vegna þess hversu rúm 29. gr. er hefur reynst nauðsynlegt að undanþiggja
tiltekna samninga skattlagningu í lögunum og er það gert í 30. gr. Er hún í sjö
liðum og meðal samninga sem þar greinir eru t.d. samningar varðandi fast-
eignir, áskriftarréttindi að óútgefnum hlutabréfum og samningar um kaup og
sölu hlutabréfa. Til að síðastnefndu samningarnir séu undanþegnir skattlagn-
ingu samkvæmt lögunum verða þeir að kveða á um afhendingu hinna undir-
liggjandi verðmæta, afhending verður auk þess að fara fram og má ekki verða
breyting á samningssambandinu frá upphafi til loka samningsins. Loks má ekki
hafa verið gerður gagnstæður afleiðusamningur um viðskiptin. Kaupi maður
afleiðusamning eru viðskiptin því ekki undanþegin skatti samkvæmt lögunum
ef hann jafnframt selur samninginn.
Um ákvörðun hagnaðar og taps þeirra afleiðusamninga, sem sæta skattlagn-
ingu samkvæmt gegnishagnaðarlögunum, eru ákvæði í 33. gr. og samkvæmt
henni er meginreglan sú að skattleggja ber sérhvern afleiðusamning sér, óháð
hinu undirliggjandi verðmæti.65 Telst hagnaður eða tap mismunur á gangverði
afleiðu í árslok og upphafi árs. Eru tekjumar því gerðar upp samkvæmt lager-
reglunni (d. lagerprincippet, n. markedsprincippet), það er að segja eins og um
vöru sé að ræða. Hafi skattaðili selt afleiðusamning á árinu telst hagnaður mun-
ur á söluverði og gangverði í ársbyrjun. Hafi hann keypt afleiðusamning á ár-
inu telst hagnaður eða tap munur á gangverði í árslok og kaupverði. Hafi skatt-
aðili selt og keypt afleiðusamning á árinu telst hagnaður eða tap munur á sölu-
verði og kaupverði. Hagnað eða tap af afleiðusamningum, sem ekki skattleggj-
ast samkvæmt gengishagnaðarlögum, ber að gera upp með hlutaðeigandi undir-
64 Á dönsku heita lög þessi: Lovbekendtgörelse nr. 580 af 5.8. 1998 om skattemæssig behandling
af gevinst og tab pá fordringer, gæld og fmansielle kontrakter (kursgevinstloven). Skattlagning
afleiðna var fyrst lögfest með lögum nr. 394 6.6. 1991 og tóku þau gildi 1. júlí 1991.
65 Regla þessi er kölluð separationsprincippet sem ef til vill má þýða sem sérsköttunarreglu á
íslensku.
238