Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 90

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 90
10.2 Danmörk I Danmörku er gildandi reglur um skattlagningu afleiðna að finna í sjötta kafla gengishagnaðarskattalaganna frá 1998.64 Ber hann yfirskriftina Finansi- elle kontrakter og inniheldur fimm greinar frá og með 29. gr. til og með 33. gr. I 29. gr. er kveðið á um skattskyldu hagnaðar og taps af ákvæðissamningum (terminskontrakter) og kaup- og söluréttarsamningum hjá fyrirtækjum og ein- staklingum. Með ákvæðissamningi er átt við samning á milli tveggja aðila um afhendingu á ákveðinni eign gegn föstu umsömdu verði eftir tiltekinn tíma. Hér til teljast bæði venjulegir og staðlaðir ákvæðissamningar svo sem framtíðarlegir (futures) og framvirkir (forwards) samningar, þar með taldir framtíðarlegir (rentefutures) og framvirkir vaxtasamningar (forwai'd rate agreements). Með kaup- og söluréttarsamningum er hins vegar einkum átt við valréttarsamninga (option) og áskriftarréttindi (warrants) að þegar útgefnum hlutabréfum og kröf- um. Vegna þess hversu rúm 29. gr. er hefur reynst nauðsynlegt að undanþiggja tiltekna samninga skattlagningu í lögunum og er það gert í 30. gr. Er hún í sjö liðum og meðal samninga sem þar greinir eru t.d. samningar varðandi fast- eignir, áskriftarréttindi að óútgefnum hlutabréfum og samningar um kaup og sölu hlutabréfa. Til að síðastnefndu samningarnir séu undanþegnir skattlagn- ingu samkvæmt lögunum verða þeir að kveða á um afhendingu hinna undir- liggjandi verðmæta, afhending verður auk þess að fara fram og má ekki verða breyting á samningssambandinu frá upphafi til loka samningsins. Loks má ekki hafa verið gerður gagnstæður afleiðusamningur um viðskiptin. Kaupi maður afleiðusamning eru viðskiptin því ekki undanþegin skatti samkvæmt lögunum ef hann jafnframt selur samninginn. Um ákvörðun hagnaðar og taps þeirra afleiðusamninga, sem sæta skattlagn- ingu samkvæmt gegnishagnaðarlögunum, eru ákvæði í 33. gr. og samkvæmt henni er meginreglan sú að skattleggja ber sérhvern afleiðusamning sér, óháð hinu undirliggjandi verðmæti.65 Telst hagnaður eða tap mismunur á gangverði afleiðu í árslok og upphafi árs. Eru tekjumar því gerðar upp samkvæmt lager- reglunni (d. lagerprincippet, n. markedsprincippet), það er að segja eins og um vöru sé að ræða. Hafi skattaðili selt afleiðusamning á árinu telst hagnaður mun- ur á söluverði og gangverði í ársbyrjun. Hafi hann keypt afleiðusamning á ár- inu telst hagnaður eða tap munur á gangverði í árslok og kaupverði. Hafi skatt- aðili selt og keypt afleiðusamning á árinu telst hagnaður eða tap munur á sölu- verði og kaupverði. Hagnað eða tap af afleiðusamningum, sem ekki skattleggj- ast samkvæmt gengishagnaðarlögum, ber að gera upp með hlutaðeigandi undir- 64 Á dönsku heita lög þessi: Lovbekendtgörelse nr. 580 af 5.8. 1998 om skattemæssig behandling af gevinst og tab pá fordringer, gæld og fmansielle kontrakter (kursgevinstloven). Skattlagning afleiðna var fyrst lögfest með lögum nr. 394 6.6. 1991 og tóku þau gildi 1. júlí 1991. 65 Regla þessi er kölluð separationsprincippet sem ef til vill má þýða sem sérsköttunarreglu á íslensku. 238
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.