Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 91

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 91
liggjandi verðmæti. Um skattlagningu afleiðna, þegar svo stendur á, fer því samkvæmt sömu reglum og gilda um þau. Það leiðir af ofangreindum reglum að greiða ber skatt af afleiðum áður en hlutaðeigandi hafa hlotnast tekjur af þeim við nýtingu. Getur það valdið greiðsluerfiðleikum og er því heimilt að veita undanþágur frá reglunni við sér- stakar aðstæður. Er mælt fyrir um undanþáguheimildina í 2. mgr. 30. gr. og tek- ur hún til fyrirtækja sem gert hafa afleiðusamninga til að tryggja kaup og sölu á vörum og þjónustu, er þau hafa atvinnu af að selja, og geta sýnt fram á að skattlagningin myndi valda þeim verulegum greiðsluerfiðleikum. Fáist undan- þága frá lagareglunni sæta hagnaður og tap af afleiðum skattlagningu við inn- lausn eins og þegar um sölu er að ræða. Um meðferð taps af afleiðusamningum, sem sæta skattlagningu samkvæmt gengishagnaðarlögunum, eru ákvæði í 31. gr. og 32. gr. og gegna þau annars vegar því hlutverki að takmarka tapsfrádrátt fyrirtækja af fjármálalegum samn- ingum, þar sem hið undirliggjandi verðmæti er hlutabréf, og hins vegar hjá ein- staklingum. Frádráttur fyrirtækja á tapi af afleiðum, er hafa hlutabréf sem undirliggjandi verðmæti, takmarkast við hagnað af sölu sams konar verðmæta undanfarin fimm ár og má eingöngu draga það frá hagnaði af sölu sams konar verðmæta. Er því ekki unnt að draga það frá öðrum tekjum. Nemi tapið hærri fjárhæð er fyrirtæki þó heimilt að yfirfæra það á milli ára til frádráttar sams konar tekjum er skattaðili aflar síðar, næstu fimm árin eftir að það myndaðist. Þessar reglur gilda ekki um fyrirtæki sem stunda íjármálastarfsemi með kaup og sölu verðbréfa svo sem afleiðna. Hliðstæðar reglur gilda um einstaklinga. I því sambandi er þó litið á allar afleiður er sæta skattlagningu samkvæmt geng- ishagnaðarlögum sem sams konar eign. Tap af ákvæðissamningi má því draga frá kauprétti á hlutabréfum o.s.frv. Jafnframt er heimilt að millifæra ónýtt tap á milli maka. 10.3 Noregur í Noregi er gildandi reglur um skattlagningu afleiðna að finna í 43. gr. A tekju- og eignarskattslaganna.66 Ber greinin yfirskriftina Finansielle opsjoner og fylgja henni fjórar greinar, 4i.gr.A-l til 41. gr. A-4, þar sem kveðið er á um ákvörðun tekna af umræddum verðmætum.67 í 43. gr. A er afmarkað til hvaða samninga reglumar taka og samkvæmt henni einskorðast skattlagningin við fjármálalega valréttarsamninga (finansi- elle opsjoner) en með því er átt við samning, skráðan eða óskráðan í kauphöll, þar sem útgefandi veitir eiganda rétt en ekki skyldu til að kaupa eða selja eitt eða fleiri af undirliggjandi verðmætum: hlutabréf, magnskuldabréf (mengde- gjeldsbrev), gjaldmiðil, gengisskráð fjármálaleg tæki eða breytilegar tilvísunar- stærðir. Undanskilið skattlagningu samkvæmt þeim em því venjulegir og staðl- 66 Lög þessi eru nr. 8 frá 8.11. 1911 og heita: Lov om skatt av formue og inntekt (skatteloven). 67 Ákvæði þessi voru lögtekin með lögum nr. 62 21.12. 1990. 239
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.