Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 93

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 93
10.4 Svíþjóð í Svíþjóð eru ákvæði um ákvörðun hagnaðar af sölu eigna í 24. gr. til 31. gr. ríkistekjuskattslaga.68 Fjallar 24. gr. almennt um ákvörðun söluhagnaðar, skil- greiningu á hugtakinu sölu og frádráttarbærni sölutaps. Nánari ákvæði um skattlagningu einstakra eigna er hins vegar að finna í 25. gr. til 31. gr. Fjallar 25. gr. um fasteignir, 26. gr. um íbúðarréttindi, 27. gr. um hlutabréf, 28. gr. um eignarhluti í sameignarfélögum, 29. gr. um kröfuréttindi, 30. gr. um erlendan gjaldmiðil og 31. gr. um lausafé. Ákvæði 27. gr. taka einnig til bráðabirgðaskírteina (interimbevis), eignar- hluta í verðbréfasjóðum, eignarhluta í almennum félögum, áskriftarréttinda (teckningsrattsbevis), jöfnunaráskriftarvottorða (delbevis), hagnaðarhlutdeild- arskírteina, skiptiskuldabréfa svo og ákvæðissamninga og kaup-, sölu- og áskriftarvalsréttinda varðandi hlutabréf eða hlutabréfagengi, þar með talinna annarra fjármálalegra samninga (finansiella instrument) sem að gerð eða áhrif- um líkjast ofannefndum tækjum. Skattlagning afleiðna lýtur því almennt sömu reglum og gilda um hlutabréf. Ber að skattleggja sérhverja afleiðu sér, óháð hinu undirliggjandi verðmæti, þegar afleiðan er nýtt við afhendingu eða mis- munargreiðslu og telst hagnaður af henni munur á söluverði og kaupverði. Eru þetta sömu grundvallarreglur og gilda í Noregi. Hins vegar er ekki að finna í 27. gr. nákvæm fyrirmæli um útreikning hagnaðarins hjá eiganda og útgefanda og verður því að leiða það af hinum almennu reglum í 24. gr. Ákvæði 27. gr. skiptast í sex liði (moment) og fjallar fyrsti liður um það til hvaða fjármálalegra tækja ákvæðið tekur og var grein gerð fyrir því hér að ofan. Annar liður er um ákvörðun kaupverðsins þegar skattaðili hefur eignast hluta- bréf sín o.fl. á mismunandi gengi. Er hann fimm málsgreinar og fjallar hin fyrsta um það að við slrkar aðstæður skuli ákvarða kaupverðið samkvæmt með- altalsaðferðinni og gildir það einnig þegar afleiður eiga í hlut. í hinum máls- greinunum eru sérreglur sem ekki skipta máli varðandi afleiður. Þriðji liður fjallar um ákvörðun kaupverðs kaup- eða áskriftarréttinda sem hlutaðeigandi hefur eignast í tengslum við skuldabréf með áföstum valrétti. Fjórði liður hefur að geyma reglur um ákvörðun kaupverðs við makaskipti á hlutabréfum, þar á meðal um frestun skattlagningar þegar svo stendur á, og skiptist hann í fjórar málsgreinar. Fimmti liður er svo um frádráttarbæmi taps á sölu hlutabréfa o.fl. og samkvæmt honum má draga tap af skráðum hlutabréfum o.fl. frá hagnaði af sams konar eignum á sama ári. Er það því frádráttarbært að fullu. Frádráttur annars taps takmarkast hins vegar við 70%. Sjötti og síðasti liður umrædds ákvæðis fjallar loks um skattlagningu eignarhluta í verðbréfasjóðum sem eru myndaðir af sérstökum eignum. 68 Lög þessi heita: Lag (1947:576) om statlig inkomstskatt. 241
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.