Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 93
10.4 Svíþjóð
í Svíþjóð eru ákvæði um ákvörðun hagnaðar af sölu eigna í 24. gr. til 31. gr.
ríkistekjuskattslaga.68 Fjallar 24. gr. almennt um ákvörðun söluhagnaðar, skil-
greiningu á hugtakinu sölu og frádráttarbærni sölutaps. Nánari ákvæði um
skattlagningu einstakra eigna er hins vegar að finna í 25. gr. til 31. gr. Fjallar
25. gr. um fasteignir, 26. gr. um íbúðarréttindi, 27. gr. um hlutabréf, 28. gr. um
eignarhluti í sameignarfélögum, 29. gr. um kröfuréttindi, 30. gr. um erlendan
gjaldmiðil og 31. gr. um lausafé.
Ákvæði 27. gr. taka einnig til bráðabirgðaskírteina (interimbevis), eignar-
hluta í verðbréfasjóðum, eignarhluta í almennum félögum, áskriftarréttinda
(teckningsrattsbevis), jöfnunaráskriftarvottorða (delbevis), hagnaðarhlutdeild-
arskírteina, skiptiskuldabréfa svo og ákvæðissamninga og kaup-, sölu- og
áskriftarvalsréttinda varðandi hlutabréf eða hlutabréfagengi, þar með talinna
annarra fjármálalegra samninga (finansiella instrument) sem að gerð eða áhrif-
um líkjast ofannefndum tækjum. Skattlagning afleiðna lýtur því almennt sömu
reglum og gilda um hlutabréf. Ber að skattleggja sérhverja afleiðu sér, óháð
hinu undirliggjandi verðmæti, þegar afleiðan er nýtt við afhendingu eða mis-
munargreiðslu og telst hagnaður af henni munur á söluverði og kaupverði. Eru
þetta sömu grundvallarreglur og gilda í Noregi. Hins vegar er ekki að finna í 27.
gr. nákvæm fyrirmæli um útreikning hagnaðarins hjá eiganda og útgefanda og
verður því að leiða það af hinum almennu reglum í 24. gr.
Ákvæði 27. gr. skiptast í sex liði (moment) og fjallar fyrsti liður um það til
hvaða fjármálalegra tækja ákvæðið tekur og var grein gerð fyrir því hér að ofan.
Annar liður er um ákvörðun kaupverðsins þegar skattaðili hefur eignast hluta-
bréf sín o.fl. á mismunandi gengi. Er hann fimm málsgreinar og fjallar hin
fyrsta um það að við slrkar aðstæður skuli ákvarða kaupverðið samkvæmt með-
altalsaðferðinni og gildir það einnig þegar afleiður eiga í hlut. í hinum máls-
greinunum eru sérreglur sem ekki skipta máli varðandi afleiður. Þriðji liður
fjallar um ákvörðun kaupverðs kaup- eða áskriftarréttinda sem hlutaðeigandi
hefur eignast í tengslum við skuldabréf með áföstum valrétti. Fjórði liður hefur
að geyma reglur um ákvörðun kaupverðs við makaskipti á hlutabréfum, þar á
meðal um frestun skattlagningar þegar svo stendur á, og skiptist hann í fjórar
málsgreinar. Fimmti liður er svo um frádráttarbæmi taps á sölu hlutabréfa o.fl.
og samkvæmt honum má draga tap af skráðum hlutabréfum o.fl. frá hagnaði af
sams konar eignum á sama ári. Er það því frádráttarbært að fullu. Frádráttur
annars taps takmarkast hins vegar við 70%. Sjötti og síðasti liður umrædds
ákvæðis fjallar loks um skattlagningu eignarhluta í verðbréfasjóðum sem eru
myndaðir af sérstökum eignum.
68 Lög þessi heita: Lag (1947:576) om statlig inkomstskatt.
241