Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 94

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 94
10.5 Samantekt Umfjöllunina hér að framan má draga saman í eftirfarandi meginreglur: Umfang. Nokkuð er misjafnt til hvaða afleiðusamninga skattlagning í lönd- unum tekur. Er hún óefað hvað víðtækust í Svíþjóð, svo Danmörku og því næst Noregi. Skattlagningaraðferð. Allar þjóðirnar skattleggja afleiður sér, óháð hinu undirliggjandi verðmæti. Hjá Dönum eru ákveðnar afleiður þó undanþegnar sérskattlagningu með tilteknum skilyrðum. Fullnægi skattaðili þeirn ber þess vegna að skattleggja þær saman með hinu undirliggjandi verðmæti samkvæmt sörnu reglum og gilda um það. Akvörðun tekna. Um ákvörðun tekna af afleiðum gildir almennt hagnaðar- eða tapsuppgjör. Tekjur af þeim eru þar af leiðandi fundnar með því að draga kaupverð frá söluverði. Gera ber sérhveija afleiðu upp einstaklega og ræður aðili almennt í hvaða röð hann selur þær. í Svíþjóð ber þó að fara eftir meðal- talsreglunni eigi skattaðili fleiri en eina sams konar afleiðu er hann hefur eignast á ólíku verði. Tímafærsla. Hjá Norðmönnum og Svíum er hagnaður eða tap á afleiðum skattlagt samkvæmt innlausnarreglu þegar skattaðila hafa hlotnast tekjur sínar við afhendingu hins undirliggjandi verðmætis eða mismunargreiðsla eins og þegar um sölu eignar er að ræða. Hjá Dönum er hagnaður eða tap hins vegar gert upp árlega samkvæmt lagerreglu. Heimilt er þó að veita undanþágu frá lagerreglunni við sérstakar aðstæður. Meðferð taps. Tap á afleiðum er að fullu frádráttarbært frá öðrum tekjum í Noregi. I Svíþjóð má aðeins draga 70% af tapinu frá tekjum nema þegar um skráðar eignir á markaði er að ræða. í Danmörku takmarkast frádrátturinn við hagnað af sams konar eignum en heimilt er að yfirfæra tapið á milli ára til frá- dráttar hagnaði er skattaðila kann að hlotnast síðar. Að öllu samanlögðu eru þær reglur sem gilda hjá Svíum tiltölulega einfald- astar og myndu þær geta hentað vel íslensku skattkerfi. Spurning er þó hvort meðaltalsaðferðin þætti ekki of flókin. 11. LOKAORÐ I þessari grein er lýst helstu tegundum afleiðna og hvaða meginsjónarmið gilda um skattlagningu þeirra. Ekki hafa verið settar neinar reglur um afleiður í skattalög og verður því að ákveða tekjur og gjöld af þeim á grundvelli þessara meginsjónarmiða eftir því hvort afleiðusamningur leiðir til afhendingar hins undirliggjandi verðmætis eða ekki. Fari afhending fram teljast afleiðumar þannig hluti af hinu undirliggjandi verðmæti og skattleggjast með því. Fari af- 242
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.