Ægir - 01.08.1999, Page 34
ISLENSKA SJAVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
UMBUOAMIOSTOOIN HF
CENTRAL PACKAGING CORP. '
Páll E. Pálsson markaðsstjórí.
Hönnun, framleiðsln
og lagerþiónusta
Árið 1964 var Umbúðamiðstöðin hf. stofnuð af Sölumiðstöð
Hraðfrystihúsanna og hefur hún því þjónað sjávarútveginum í 35
ár. Umbúðamiðstöðin sérhæfir sig í hönnun og framieiðslu fyrir
útvegsfyrirtæki auk þess að reka öflugt vöruhótel sem hefur auk-
ið þjónustumöguleika fyrirtækisins til muna.
Prentsmiðjan Oddi hf. festi árið
1996 kaup á hlut í Umbúðamið-
stöðinni og á fyrirtækið að öllu
leyti í dag. Með kaupunum má
segja að öll heildarþjónusta fyrir-
tækisins við sjávarútveginn hafi
aukist. Það hefur gert alla hönn-
un og þróun á útliti umbúða auð-
veldari, þar sem fyrirtækið hefur
yfir öllum hlutum framleiðslunnar
að ráða í stað þess að þurfa að
semja sérstaklega um forvinnslu
umbúðanna. Þetta skilar sér til
notenda í hagstæðari verði og
betri nýtingu á tíma þeirra þar
sem þróun umbúðanna fer að
sjálfsögðu fram í samvinnu við
þá. Umbúðamiðstöðin er með
svokallað Cad-Cam kerfi sem
gerir fyrirtækinu kleift að búa til
sýnishorn af öllum öskjum sem
verið er að þróa áður en endan-
leg stærð og lögun umbúðanna
er ákveðin. Þannig er öll hönnun
og þróun umbúða auðveld í
samvinnu við Umbúðamiðstöð-
ina.
UmbúðamiB-
stöðin hf.
Hjá Umbúðamiðstöðinni eru
54 manns. Þeir starfa ekki ein-
göngu við framleiðslu og hönnun
umbúða, heldur einnig i vöruhót-
eli sem fyrirtækið rekur. Vöruhót-
elið er starfrækt í rúmlega 7.400
fermetra húsnæði og er þjón-
ustufyrirtæki sem rekið er sem
hluti af Umbúðamiðstöðinni.
Þetta vöruhótel hefur tvenns
konar hlutverk. Annars vegar er
Umbúðamiðstöðin hf.
Héðinsgötu 2
105 Reykjavík
Sími: 563 0000
Fax: 563 0001
Netfang: sala@cpc.is
séð til þess að þar séu til aðrar
vörur en fyrirtækið framleiðir sér-
staklega fyrir hvern og einn við-
skiptavin og þannig fær
viðskiptavinurinn allt sem hann
þarf til sinnar framleiðslu, svo
sem saltfiskkassa og vörur af
smávörulager. Hinsvegar getur
viðskiptavinur hótelsins pantað
aðrar vörur sem hann vantar, t.d.
pökkunarplast og látið senda
það til geymslu á hótelinu. Þegar
hann svo þarf á plastinu að
halda hringir hann einfaldlega í
vöruhótelið og lætur senda sér
það. Þannig getur viðskiptavin-
urinn haft allt sem hann þarfnast
á einum og sama staðnum.
Hann getur líka látið vöruhótelið
sjá um að panta vörur fyrir sig.
Þá kaupir hótelið vöruna fyrir
hann og svo fær viðskiptavinur-
inn sent til sín í einum pakka allt
sem hann vantar. Þessi heildar-
þjónusta getur sparað mikinn
tíma, fé og fyrirhöfn þar sem við-
skiptavinir vöruhótelsins eru um
allt land og þurfa þá einungis að
borga sendingarkostnað fyrir
eina sendingu í stað margra
áður.
Á Sjávarútvegssýningunni er
Umbúðamiðstöðin með ýmsar
öskjur og kassa til sýnis, t.d. um-
búðir fyrir saltfisk, rækju, upp-
sjávarfisk og bolfisk. Einnig er
fyrirtækið með Plastko í sýningu
á pökkunarvél sem Plastko er
með umboð fyrir. Umbúðamið-
stöðin sér um að útbúa og pakka
í öskjur frá Plastko sælgæti sem
dreift er á sýningunni.
32 ÆGIR