Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 102
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Pétur Th. Pétursson framkvæmdastjóri og
hönnuður.
Björgunarnetið
Markús ehf.
Hverfisgötu 7
220 Hafnarfjörður
Sími: 565 1476
Netfang:
www. markusnet. com
Kynnir
nýjar ger&ir
MarKúsarneta
í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því Markús B. Þorgeirsson heit-
inn hóf að þróa Markúsarnet fyrir alvöru, kynnir Björgunarnetið
Markús ehf tvær nýjar gerðir Markúsarneta, M4 og MS Markús-
arnet, á standi A-46. Markúsarnet hafa á þessum árum átt ríkan
þátt í björgun á annað hundrað mannslífa og í að breyta viðhorfi
sjómanna til „maður fyrir borð“ slysa.
Markúsarnetið er fyrst og fremst
ætlað til að ná manni úr sjó með
handvirkum hætti um borð í öll
dekkskip og upp á bryggjur.
Björgunarnetið Markús ehf. er
brautryðjandi í heiminum að
þessu leyti. Markúsarnetið er
einnig hannað til að nota með
krana og býður upp á að taka
einn mann upp í einu hvort sem
er standandi, liggjandi eða sitj-
andi með fætur að eða frá skipi.
„Ég hef lagt metnað minn síð-
ustu 15 árin í að þróa hugmynd
Markúsar og tel mig hafa náð
því markmiði í öllum meginatrið-
um og vera tilbúinn með fullþró-
aða vöru fyrir alþjóðamarkað.
Netið hentar fyrir allar gerðir
dekkskipa og bryggjur," segir
Pétur Th. Pétursson, hönnuður
nýju Markúsarnetanna.
í nýjustu gerðunum eru marg-
ar nýjungar þó að byggt sé á
meginhugmyndinni. Þá er net-
stykkið í MS Markúsarnetum nú
gert úr 25 millimetra ofnum
nælonborðum. Báðar nýju gerð-
irnar eru með netpoka á útenda
netstykkisins og hliðarstroffum.
Björgunarnetið
Markús ehf.
Mjög vel heppnaður kastpoki
með brjóstlykkju og 25 metra
löngum flotborða er tengdur net-
stykki með hnútalínu. Þessi atriði
bæta mjög virkni netsins og ör-
yggi þess sem lyft er í netinu.
Nú stendur til að gera átak í að
endurnýja elstu gerðir Markúsar-
neta í íslenskum skipum. Þau eru
nú orðin 15-18 ára og hafa Sigl-
ingastofnun og Slysavarnaskóli
sjómanna beint tilmælum þar að
lútandi til allra útgerða og hafn-
aryfirvalda. „Við munum í sam-
starfi við Ellingsen, sem er dreif-
ingaraðili á Markúsarnetum og
varahlutum í þau, bjóða útgerð-
um sem vilja skipta út eldri net-
um sérstök tilboð á sýningunni-
Auk þess munum við bjóða út-
gerðum og höfnum að yfirfara
þau net sem ekki er talin ástæða
til að skipta út,“ segir Pétur.
Markúsarnetið er framleitt á
íslandi og hefur útflutningur á því
numið um 75-85% af sölu. Aðal-
lega hefur verið selt til Danmerk-
ur, Þýskalands og Hollands.
Markúsarnet hafa verið seld til
tuga landa og allra heimsálfa og
er sú reynsla fyrirtækinu afar
mikilvæg.
„Nú þegar er fyrirhugað að
gera átak í sölu og markaðssetn-
ingu á Markúsarnetum erlendis
og höfum við komið okkur upp
upplýsingavef á Internetinu
http://www.markusnet.com þar
sem hægt er að fræðast um
Markúsarnetið á nokkrum tungu-
málum og sækja upplýsingar og
fræðsluefni varðandi „maður fyr-
ir borð“ öryggi og björgun," seg-
ir Pétur að lokum.
100 AGIR