Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 26
24
breyta að lögum á margvislegan hátt, svo sem vikið var að, og
verður hann raunverulegur framkvæmdastjóri Háskólans undir
yfirstjórn rektors og háskólaráðs.
Um óskir stúdenta um aukna hluttöku í stjórnun Háskólans
náðist ágætt samstarf. Flyt ég samkennurum minum og forystu-
mönnum stúdenta þakkir fyrir skilning þeirra og samvinnu. Ég
tel, að hluttaka stúdenta í háskólaráði og á fundum deilda um-
liðin 12 ár hafi sýnt, að Háskólanum sem stofnun sé mikill styrk-
ur að þeirri hluttöku, og því beitti ég mér fyrir því, að fallizt
yrði á óskir þeirra um aukna þátttöku í fundum háskólaráðs og á
fundum deilda, og enn fremur, að komið yrði á móts við þá um
óskir um þátttöku í kjöri rektors. Háskóli Islands er einn af
fyrstu háskólunum í Evrópu, sem tók upp þá stjórnarhætti að
ætla stúdentum setu á fundum deilda og í háskólaráði. Norsku
háskólarnir höfðu þó forystu í því efni, og er þess raunar að
geta, að í Björgvin liafa stúdentar ekki fulltrúa i háskólaráði.
Norsku háskólarnir voru einnig hinir fyrstu, sem leyfðu stúdent-
um þátttöku í rektorskosningum, en eftir nýju háskólalögunum
er hlutur stúdenta hér í þeim kosningum hlutfallslega mun
meiri en við þá háskóla. Mun óvíða við háskóla erlendis yfir-
leitt kveða jafnmikið að hluttöku stúdenta í stjórnun háskóla
sem í Háskóla Islands. Um rektorskjör er enn það nýmæli, að
kennarar, sem eru fastráðnir til kennslustarfa, þótt ekki séu
þeir prófessorar, hafa atkvæðisrétt um rektorskjör og er það
mikilsverð nýjung, sem ekki hefir þó vakið verulega athygli í
umræðum.
Um skipun háskólaráðs er enn fremur það nýmæli í lögunum,
að félag háskólakennara nefnir til fulltrúa í háskólaráð úr hópi
annarra félagsmanna en prófessora.
1 hinum nýju lögum ermæltfyrir um stofnun tannlæknadeildar,
og er mikilvægt, að um tannlækniskennslu verði mynduð sérstök
deild, jafn vandasöm mál og þar bíða úrlausnar við uppbyggingu
kennslunnar. Verkfræðideild skal framvegis heita verkfræði- og
raunvísindadeild, og er það í samræmi við breytt starfssvið henn-
ar og felst öðium þræði í því stefnuyfirlýsing af Háskólans hendi
um eflingu raunvísinda hér við Háskólann. Þá er ákvæði í lögun-