Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 8
4
ig segir til dæmis Jón sýslumaður Sigurðsson í Tíma-
rímu:
„Held jeg liðið heims á dag,
— herrann 1>6 að viti,
sígur undir sólarlag,
sýnist bregða liti“.
Enn þann dag í dag heyrast líkar raddir um upp-
blástur landsins og apturför. Nú á tímum segja menn
þó ekki, að þetta sjeu refsidómar, lieldur segja þeir blátt
áfram, að það sje af því árferðið sje verra en það hafi
verið, náttúrufar landsins sje að spiilast, eða þá að
„landið llási uppa, af hvaða orsökum sem það er. E>á
vil jeg þó heldur halda mjer við skýringu 17. aldar
manna, að það sjeu refsidómar fyrir syndir mannanna,
því ef laudið er að blása upp, má það til sanns vegar
færa, að það sjeu refsidómar, — það eru eðlilegir og sjálf-
sagðir refsidómar fyrir dugleysi og vanliyggnimannanna
sjálfra, en hvorki er það guði eða náttúrunni að kenna.
Já, enn þann dag í dag er þessi uppblástursandi
miklu almennari og rótgrónari en menn ætla. Vantrúin
á framfarir landsins er svo undarlega almenn, þegar vel
er aðgætt; — hún er miklu almennari en hún sýnist
vera á yfirborðinu. Sá, sem víða fer og á tal við rnenn
víðsvegar um land, hann mun komast að raun um þetta.
Sumir framfaramennirnir eru jafnvel „uppblásturs-
mennu. Þó þeir segist trúa á framfarir landsins, þá eru
þeir samt vantrúaðir á framfarir hinna einstöku atvinnu-
vega. Framfaravonir þeirra eru opt svo óljósar lopt-
kastalasmíðar, að þeir finna eiginlega ekki neitt til að
láta þær styðjast við. Stundum styðja þeir framfara-
vonir sínar með ýmsum fjarstæðum, en sjá eigi það,
sem beinast liggur við til framfara. Þegar vjer heyr-
um raddir, sem segja, að hið helzta ráð, til þess að