Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 51
47
kind, er lendir í vanskilum. Og eí' liundar kostuðu al-
mennt, þó ekki væri nema 10—20 kr., þá myndi marg-
ur gjöra sjer meira far um að leita uppi hundinn sinn,
en nú vill stundura raun á verða. í sambandi við þetta
rifjast upp fyrir mjer, að hjer um veturinn gisti mað-
ur hjá mjer, sem var úr aunarri sýslu. Með honum var
mikið snotur hundur. Um morguninn þegar gesturinn
ætlaði á stað, vantaði rakkann. Jeg segi honnm, að
seppi muni hafa farið með beitarhúsmanninum, og ræð
honum til að sækja hundinn, en sá vegur var um hálfa
mílu á lengd, eða þá að vera hjá mjer um daginn og
næstu nótt, því að um kveldið kæmi hnndurinn. Hvor-
ugt þýddist maðurinn, en síðar frjetti jeg að um dag-
inn flæktist hann að eins til næsta bæjar, en nennti eigi
heldur þaðan að ná hundinum, og þurfti hann þó ekki
lengra að fara til þess en um xjs part úr mílu. Þá og
mikið optar iiefur mjer því dottið í hug, að lögin þyrftu
að koma í veg fyrir, að ýmsum manntuddum liðist að
eiga verðiausa hunda, því að svo margir eru,sem minna
liugsa um skepnuna sjálfa, en þá peninga, er í henni
liggja.
Af verðleysi hunda leiðir einnig, að menn liugsa
almennt ekkert um að bæta kynferði þeirra. Þeir á-
líta, að reynist hundurinn ónýtur, þá gjöri ekkert til
þótt liann sje drepinn, hann kosti ekkert, og fljótt megi
fá annan, án kostnaðar.
Hin sama er líka orsökin til þess, hve lítil rækt
er lögð við að venja hunda. „Það er ekki annað en
drepa hann, ef hann reynist ónýtur“, eða með öðrum
orðum, ef hundurinn er ekki sjálfvaninn.
En það er vert að geta þess, að gangi það lengi
kynlið fram af kynlið, að ekkert sje hugsað um kyn-
ferði hunda, nje að glæða vit þeirra, og þeir látnir lifa