Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 45
Um hundahald.
Eptir Uermann Jónasson.
Fá lög, sem liafa þó í sjálfu sjer verið eins hag-
feld og lögin um huudaskatt frá alþingi 1889, hafa
mætt jafnmiklu og almennu mótmæli. Ekki verður þó
annað sagt, en að gjaldið renni á svo hagkvæman liátt,
að flestir hafa enga þyngri gjaldbyrði að bera eptir en
áður.
Margir álitu, að óánægjan með hundaskattinn hlyti
að hverfa, þegar menn skildu almennt, að skatturinn
færi í raun og veru aptur í vasa gjaldenda, eða þeir
hefðu engu að síður orðið að svara hinum sömu útgjöld-
um, þótt gjaldið hefði gengið undir öðru nafni. En út-
lit er fyrir, að þetta ætli ekki að rætast. ' _Opt heyrist
hundaskattinum ámælt enn, og á þingmálafundi í Suður-
múlasýslu í vor skoraði fundurinn „á alþingi að nema
úr gildi lögin um hundaskatt, en í stað þess taka upp
aptur gjald af óþörfum hundum11, (sjá ísaf. 18. árg. nr.
51.). Flestum ætti að vera kunnugt, hvernig tilskipun-
inni frá 25. júní 1869, um hundahald á íslandi, liefur
verið hlýtt. En það er í mesta máta[óheppilegt að liafa
þær ákvarðanir, sem jafuólöghlýðnum mönnum, og ís-
lendingar eru almennt, kemur naumlega [til hugar að
hlýða nje beita. Opt er líka erfltt, að gjöra rjettan